Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 08:00 Scottie Scheffler fagnaði sigrinum með son sinn í fanginu. Getty/Kevin C. Cox Scottie Scheffler átti stórkostlega vippu á næstsíðustu holunni á BMW meistaramótinu í golfi í gær og tryggði sér í kjölfarið fimmta sigurinn á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili. Skotinn Robert MacIntyre var hins vegar vægast sagt fúll eftir að hafa endað í 2. sæti. MacIntyre virtist í góðri stöðu fyrir lokahringinn í gær en fékk þrjá skolla á fyrstu fimm holunum og aðeins einn fugl á öllum hringnum. Scheffler náði forystunni á sjöundu holu og endaði mótið samtals á -15 höggum, tveimur á undan MacIntyre, ekki síst vegna vippuhöggsins magnaða á 17. braut þar sem boltinn var um tólf sekúndur að rúlla beint ofan í holuna. SCOTTIE SCHEFFLER IS HIM! 😱 pic.twitter.com/hA7UJmFlAw— GOLF.com (@GOLF_com) August 17, 2025 Stjörnur á borð við LeBron James og Patrick Mahomes kepptust við að dásama Scheffler eftir höggið og aðdáendur sögðu engan hafa sýnt svona yfirburði síðan Tiger Woods var upp á sitt besta. „Þetta leit út vel þegar boltinn lenti, leit vel út þegar hann rúllaði og það var gott að sjá hann fara ofan í,“ sagði Scheffler eftir mótið. Á meðan var MacIntyre brjálaður yfir því hvernig fór hjá honum á lokahringnum. “Right now, I want to go smash up my golf clubs to be honest with you.”Robert MacIntyre was right in the mix until the end despite not having his best game. He expressed some frustration with the round during his post round press conference. pic.twitter.com/B2NeXgjelI— GOLF.com (@GOLF_com) August 18, 2025 „Ég átti alveg hryllilega byrjun,“ sagði MacIntyre sem endaði á að leika hringinn á þremur höggum yfir pari. „Mér leið svo vel fyrir daginn. Ég bjóst aldrei við því að ég yrði yfir pari. Ég hélt að ég kæmi út á völlinn og myndi standa mig eins og ég hef gert síðustu daga,“ sagði Skotinn sem var einnig spurður hvað hann gæti bætt til að standa sig enn betur: „Ég hef ekki hugmynd. Núna langar mig bara að fara og mölbrjóta kylfurnar mínar,“ sagði MacIntyre. Golf Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
MacIntyre virtist í góðri stöðu fyrir lokahringinn í gær en fékk þrjá skolla á fyrstu fimm holunum og aðeins einn fugl á öllum hringnum. Scheffler náði forystunni á sjöundu holu og endaði mótið samtals á -15 höggum, tveimur á undan MacIntyre, ekki síst vegna vippuhöggsins magnaða á 17. braut þar sem boltinn var um tólf sekúndur að rúlla beint ofan í holuna. SCOTTIE SCHEFFLER IS HIM! 😱 pic.twitter.com/hA7UJmFlAw— GOLF.com (@GOLF_com) August 17, 2025 Stjörnur á borð við LeBron James og Patrick Mahomes kepptust við að dásama Scheffler eftir höggið og aðdáendur sögðu engan hafa sýnt svona yfirburði síðan Tiger Woods var upp á sitt besta. „Þetta leit út vel þegar boltinn lenti, leit vel út þegar hann rúllaði og það var gott að sjá hann fara ofan í,“ sagði Scheffler eftir mótið. Á meðan var MacIntyre brjálaður yfir því hvernig fór hjá honum á lokahringnum. “Right now, I want to go smash up my golf clubs to be honest with you.”Robert MacIntyre was right in the mix until the end despite not having his best game. He expressed some frustration with the round during his post round press conference. pic.twitter.com/B2NeXgjelI— GOLF.com (@GOLF_com) August 18, 2025 „Ég átti alveg hryllilega byrjun,“ sagði MacIntyre sem endaði á að leika hringinn á þremur höggum yfir pari. „Mér leið svo vel fyrir daginn. Ég bjóst aldrei við því að ég yrði yfir pari. Ég hélt að ég kæmi út á völlinn og myndi standa mig eins og ég hef gert síðustu daga,“ sagði Skotinn sem var einnig spurður hvað hann gæti bætt til að standa sig enn betur: „Ég hef ekki hugmynd. Núna langar mig bara að fara og mölbrjóta kylfurnar mínar,“ sagði MacIntyre.
Golf Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti