Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 11:02 Ben Griffin var afar ólíkur sjálfum sér í upphafi lokahringsins í gær. Getty/Kevin C. Cox Kylfingurinn Ben Griffin var í tómu tjóni í upphafi lokahringsins á BMW meistaramótinu í golfi í gær og fjórpúttaði (!) til að mynda á fyrstu holu. Ástæðan er vægast sagt óvenjuleg. Griffin er hörkugóður kylfingur og stefnir til að mynda á að komast í Ryder Cup lið Bandaríkjamanna. Þá var hann þegar búinn að tryggja sér sæti í lokakeppni PGA-mótaraðarinnar þegar hann spilaði í gær, og hafði að litlu að keppa þar sem hann var fjórtán höggum frá efsta manni. En Griffin ætlaði sér þó aldrei að eiga þá hryllilegu byrjun sem hann átti á hringnum þegar hann fjórpúttaði á fyrstu holu, sló svo teighögg út fyrir braut og hafði á endanum spilað fyrstu þrjár holurnar á heilum sex höggum yfir pari. Ben Griffin just 4-putt from inside of 5 feet 💀 pic.twitter.com/rPppY71gKG— Fore Play (@ForePlayPod) August 17, 2025 Hvað í ósköpunum var í gangi? „Já, þetta er svolítið áhugaverð saga. Ég tek kreatín sem fæðubótarefni og í þetta sinn fékk ég mér það ekki í raun fyrr en ég var mættur á fyrsta teig. Skammturinn minn var að klárast svo ég var í raun með bolta af kreatíni, því þetta hafði verið í fötunni í mánuð, og ég braut þetta og setti í vatnsflöskuna. Allt í góðu. Ég hef tekið svona áður á golfvellinum. Ég byrjaði að drekka þetta eftir annað höggið mitt og ég gleypti óvart einn af stóru steinunum úr vatnsflöskunni. Ég hef aldrei tekið of stóran skammt af kreatíni áður en hlýt að hafa gert það því ég drakk eiginlega ekkert vatn eftir þetta. Ég gleypti í raun heilan snjóbolta. Svo ég fór allur að skjálfa rosalega. Mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Griffin. Kylfusveinninn til bjargar Hann náði sér þó á endanum á strik og lék hringinn samtals á einu höggi undir pari, eftir að hafa fengið sjö fugla á síðustu tólf holunum. „Ég fjórpúttaði á fyrstu holu og á þeirri næstu var ég bara að fríka út og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég sló svo langt út fyrir brautina. Sem betur fer kom kylfusveinninn minn og lét mig drekka heilmikið af vatni, og ég reyndi að róa mig aðeins niður. Ég sló svo inn á braut og leið betur. Fékk samt tvöfaldan skolla og svo skolla á næstu holu,“ sagði Griffin. Hann íhugaði að draga sig úr keppni en eins og fyrr segir lauk hringnum vel. Þrátt fyrir það ætlar Griffin ekki að blanda sér aftur kreatíndrykk á síðustu stundu. Scottie Scheffler vann mótið eins og fyrr hefur verið fjallað um. Golf Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira
Griffin er hörkugóður kylfingur og stefnir til að mynda á að komast í Ryder Cup lið Bandaríkjamanna. Þá var hann þegar búinn að tryggja sér sæti í lokakeppni PGA-mótaraðarinnar þegar hann spilaði í gær, og hafði að litlu að keppa þar sem hann var fjórtán höggum frá efsta manni. En Griffin ætlaði sér þó aldrei að eiga þá hryllilegu byrjun sem hann átti á hringnum þegar hann fjórpúttaði á fyrstu holu, sló svo teighögg út fyrir braut og hafði á endanum spilað fyrstu þrjár holurnar á heilum sex höggum yfir pari. Ben Griffin just 4-putt from inside of 5 feet 💀 pic.twitter.com/rPppY71gKG— Fore Play (@ForePlayPod) August 17, 2025 Hvað í ósköpunum var í gangi? „Já, þetta er svolítið áhugaverð saga. Ég tek kreatín sem fæðubótarefni og í þetta sinn fékk ég mér það ekki í raun fyrr en ég var mættur á fyrsta teig. Skammturinn minn var að klárast svo ég var í raun með bolta af kreatíni, því þetta hafði verið í fötunni í mánuð, og ég braut þetta og setti í vatnsflöskuna. Allt í góðu. Ég hef tekið svona áður á golfvellinum. Ég byrjaði að drekka þetta eftir annað höggið mitt og ég gleypti óvart einn af stóru steinunum úr vatnsflöskunni. Ég hef aldrei tekið of stóran skammt af kreatíni áður en hlýt að hafa gert það því ég drakk eiginlega ekkert vatn eftir þetta. Ég gleypti í raun heilan snjóbolta. Svo ég fór allur að skjálfa rosalega. Mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Griffin. Kylfusveinninn til bjargar Hann náði sér þó á endanum á strik og lék hringinn samtals á einu höggi undir pari, eftir að hafa fengið sjö fugla á síðustu tólf holunum. „Ég fjórpúttaði á fyrstu holu og á þeirri næstu var ég bara að fríka út og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég sló svo langt út fyrir brautina. Sem betur fer kom kylfusveinninn minn og lét mig drekka heilmikið af vatni, og ég reyndi að róa mig aðeins niður. Ég sló svo inn á braut og leið betur. Fékk samt tvöfaldan skolla og svo skolla á næstu holu,“ sagði Griffin. Hann íhugaði að draga sig úr keppni en eins og fyrr segir lauk hringnum vel. Þrátt fyrir það ætlar Griffin ekki að blanda sér aftur kreatíndrykk á síðustu stundu. Scottie Scheffler vann mótið eins og fyrr hefur verið fjallað um.
Golf Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira