Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Öldunga­deild Banda­ríkja­þings rann­sakar sam­runa PGA og LIV

Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann.

Golf
Fréttamynd

„Þetta eru risastórar fréttir“

„Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar.

Golf
Fréttamynd

Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi

Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Þetta eru hálfgerðar hamfarir“

Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu komu mjög illa undan vetri og opna þurfti seinna en vanalega. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Ólafur Þór Ágústsson, segir að tæp tuttugu ár séu síðan ástandið hafi verið jafn slæmt á golfvöllum.

Golf
Fréttamynd

Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV

Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA.

Golf
Fréttamynd

Margt líkt með golfi og kynlífi

Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush, er margt til lista lagt. Í nýjasta þætti af Golfaranum á Stöð 2 kemur í ljós að hún er efnilegur kylfingur og sér fjölmörg líkindi með golfi og kynlífi, til dæmis mikilvægi þess að hitta í holuna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast

Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður.

Golf
Fréttamynd

Koepka í sérflokki og Sims þreif hillu fyrir hann

Brooks Koepka varð um helgina tuttugasti kylfingurinn í sögunni til að ná því að vinna fimm risamót á ferlinum. Þessi 33 ára Bandaríkjamaður er núna í sérflokki á meðal efstu kylfinga heimslistans í dag.

Golf
Fréttamynd

Rok og rigning út vikuna

Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt.

Innlent
Fréttamynd

Hæpið að Tiger Woods nái næsta PGA-móti

Tiger Woods gekkst í gær undir aðgerð vegna ökklameiðsla sem urðu til þess að hann þurfti að draga sig úr keppni á þriðja hring á Masters-mótinu fyrr í þessum mánuði.

Golf
Fréttamynd

Rory skrópaði og varð af 400 milljónum króna

Rory McIlroy á ekki sjö dagana sæla. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters mótinu í golfi um páskahelgina og skróp á RBC mótinu sem hófst á fimmtudag kostar hann stórar upphæðir.

Golf