Bæði Aron Snær og Sigurður Arnar léku á samtals 65 höggum eða sex höggum undir pari og settu þar með vallarmet.
Magnús Yngvi Sigursteinsson, Sigurður Bjarki Blumenstein og Jóhannes Guðmundsson koma jafnir þar á eftir á fjórum höggum undir pari.
Aron Snær Júlíusson og Sigurður Arnar Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, leiða eftir fyrsta dag Íslandsmótsins í golfi. Mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Sá er örlítið breyttur en hann er par 71 í dag í stað 72.
Bæði Aron Snær og Sigurður Arnar léku á samtals 65 höggum eða sex höggum undir pari og settu þar með vallarmet.
Magnús Yngvi Sigursteinsson, Sigurður Bjarki Blumenstein og Jóhannes Guðmundsson koma jafnir þar á eftir á fjórum höggum undir pari.