Schauffele sigldi sigrinum heim Siggeir Ævarsson skrifar 21. júlí 2024 19:15 Xander Schauffele lyftir bikarnum eftir sigurinn í dag Vísir/EPA-EFE/ROBERT PERRY Hinn bandaríski Xander Schauffele stóð uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag en leikið var við töluvert krefjandi aðstæður í Skotlandi um helgina. Schauffele lauk keppni á níu höggum undir pari, tveimur höggum á undan Justin Rose og Billy Horschel. Þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð jöfn meðal efstu manna var sigur Schauffele ekki í mikilli hættu en hann lék frábærlega í gær í úrhellis rigningu og hífandi roki. Schauffele, sem er 37 ára, hafði fyrir árið í ár aldrei unnið stórmót en er nú búinn að vinna tvö á sama árinu sem hefur ekki gerst síðan 2018 þegar Brooks Koepka gerði það. Téður Koepka endaði í 43. sæti á mótinu. The winning putt. pic.twitter.com/NG7n73Ukgm— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Heimamenn vonuðust eflaust margir til að Justin Rose myndi ná að knýja fram sigur í dag en síðasti Englendingurinn til að vinna mótið var Nick Faldo árið 1992. Þó hafa tveir þegnar bresku krúnunnar unnið mótið í millitíðinni, báðir frá N-Írlandi. Darren Clarke árið 2011 og Rory McIlroy árið 2014. Þrír af síðustu fjórum sigurvegurum mótsins hafa allir komið frá Bandaríkjunum. Golf Opna breska Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Schauffele lauk keppni á níu höggum undir pari, tveimur höggum á undan Justin Rose og Billy Horschel. Þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð jöfn meðal efstu manna var sigur Schauffele ekki í mikilli hættu en hann lék frábærlega í gær í úrhellis rigningu og hífandi roki. Schauffele, sem er 37 ára, hafði fyrir árið í ár aldrei unnið stórmót en er nú búinn að vinna tvö á sama árinu sem hefur ekki gerst síðan 2018 þegar Brooks Koepka gerði það. Téður Koepka endaði í 43. sæti á mótinu. The winning putt. pic.twitter.com/NG7n73Ukgm— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Heimamenn vonuðust eflaust margir til að Justin Rose myndi ná að knýja fram sigur í dag en síðasti Englendingurinn til að vinna mótið var Nick Faldo árið 1992. Þó hafa tveir þegnar bresku krúnunnar unnið mótið í millitíðinni, báðir frá N-Írlandi. Darren Clarke árið 2011 og Rory McIlroy árið 2014. Þrír af síðustu fjórum sigurvegurum mótsins hafa allir komið frá Bandaríkjunum.
Golf Opna breska Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Körfubolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira