Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Páfinn flaug með Atlanta

Íslenska flugfélagið Air Atlanta flaug í gær með Frans páfa heim til Rómar úr ferðalagi hans til Afríku en í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstur til að fljúga gírókopter umhverfis heiminn

Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter þyrlu. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri.

Innlent
Fréttamynd

Flug á Íslandi í 100 ár

Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei upplifað hraðari lendingu

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands

Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Air Canada sektað vegna frönskuleysis

Kanadíska flugfélagið Air Canada hefur verið dæmt til þess að greiða frönskumælandi hjónum tæpar tvær milljónir króna (CAD 21.000) fyrir að hafa brotið á tvítyngilögum Kanada.

Erlent
Fréttamynd

Ljóst fyrir áramót hvort Icelandair velji Airbus

"Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir forstjóri Icelandair Group.

Viðskipti innlent