Flugbáturinn flaug hringi yfir öflugum gosstrókum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2021 12:36 Grumman Goose-flugbáturinn lentur á Hellu eftir útsýnisflug yfir eldgosið. Hann var smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Matthías Sveinbjörnsson Bandaríski Grumman Goose-stríðsáraflugbáturinn, sem kominn er til landsins vegna flughátíðar á Hellu, flaug hringi yfir eldstöðinni í Fagradalsfjalli um ellefuleytið í morgun á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Helluflugvallar. Flugferill Grumman-flugbátsins N642 yfir Reykjanesskaga.Flightradar24 Svo vel vildi til að einmitt á þeirri stundu var talsverður kraftur í gígnum. Þriggja manna áhöfn flugbátsins hefur væntanlega fengið magnaða sýn á gosið sem sendi frá sér gosstróka hátt yfir gígbarmana. Gosstrókanir um ellefuleytið í morgun um það leyti sem flugbáturinn sveimaði yfir eldstöðinni.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Áhöfn flugbátsins hafði ætlað sér að fljúga til Hellu í gær en neyddist til að bíða af sér lága skýjahæð í Keflavík sem hamlaði sjónflugi. Í morgun rofaði svo til og fór flugbáturinn í loftið laust fyrir klukkan ellefu. Eftir flugtak var stefnan tekin beint á eldstöðina og tóku flugmennirnir þar tvo hringi lágt yfir gosinu, í 700 til 1.100 feta hæð, áður en flogið var áfram til Rangárvalla. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á uppsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Þegar komið var yfir hátíðarsvæðið á Helluflugvelli tóku flugmennirnir aukahring áður en lent var laust fyrir klukkan hálftólf. Þar verður báturinn til sýnis í dag. Af öðrum dagskrárliðum í dag má nefna listflugskeppni og sýningu kanadíska listflugmannsins Luke Penner. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Rangárþing ytra Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9. júlí 2021 16:27 Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Flugferill Grumman-flugbátsins N642 yfir Reykjanesskaga.Flightradar24 Svo vel vildi til að einmitt á þeirri stundu var talsverður kraftur í gígnum. Þriggja manna áhöfn flugbátsins hefur væntanlega fengið magnaða sýn á gosið sem sendi frá sér gosstróka hátt yfir gígbarmana. Gosstrókanir um ellefuleytið í morgun um það leyti sem flugbáturinn sveimaði yfir eldstöðinni.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Áhöfn flugbátsins hafði ætlað sér að fljúga til Hellu í gær en neyddist til að bíða af sér lága skýjahæð í Keflavík sem hamlaði sjónflugi. Í morgun rofaði svo til og fór flugbáturinn í loftið laust fyrir klukkan ellefu. Eftir flugtak var stefnan tekin beint á eldstöðina og tóku flugmennirnir þar tvo hringi lágt yfir gosinu, í 700 til 1.100 feta hæð, áður en flogið var áfram til Rangárvalla. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á uppsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Þegar komið var yfir hátíðarsvæðið á Helluflugvelli tóku flugmennirnir aukahring áður en lent var laust fyrir klukkan hálftólf. Þar verður báturinn til sýnis í dag. Af öðrum dagskrárliðum í dag má nefna listflugskeppni og sýningu kanadíska listflugmannsins Luke Penner. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið.
Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Rangárþing ytra Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9. júlí 2021 16:27 Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9. júlí 2021 16:27
Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06