„Fjólubláa hjartað er svo sannarlega orðið rautt“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. júlí 2021 09:00 Hildur Hilmarsdóttir hefur komið víða við á sínum flugfreyjuferli. Hildur Hilmarsdóttir er þrjátíu ára gömul flugfreyja sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur meðal annars starfað hjá lúxusflugfélaginu Emirates. Hildur starfaði þó lengst af hjá WOW air og lýsir falli þess eins og að missa ástvin. Eftir nokkurra ára pásu heldur Hildur af stað upp á háloftin á ný - nú með flugfélaginu Play. „Það voru náttúrlega allir bara eins og beljur að vori að komast út. Það voru allir ótrúlega glaðir og jákvæðir og maður finnur svo ótrúlega mikinn meðbyr með flugfélaginu,“ segir Hildur um fyrstu flug Play. Sjálf segir hún tilfinninguna að fara í fyrsta flugið eftir þriggja ára hlé sem flugfreyja hafa verið sambland af spennu og stressi. „Eftir mjög langa bið og eftirvæntingu rann stóri dagurinn loksins upp en svo gekk allt fullkomlega upp. Það var töluvert spennufall eftir flugið en maður brosir allan hringinn og svífur um á rauðu skýi.“ Dreymdi um að verða flugfreyja Hildur hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air þegar hún var tuttugu og tveggja ára gömul, þá nýbúin að klára fyrsta árið í lögfræði. „Það var búið að vera draumur lengi að komast í þetta starf eins og kannski hjá mörgum ungum stelpum. Þetta var bara það besta sem gerðist fyrir mig og ég var himinlifandi að fá starfið.“ Hildur hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air sumarið 2013.Hildur Hilmarsdóttir Hún staldraði þó aðeins við í eitt sumar áður en hún hélt á vit ævintýranna í Dúbaí. „Það voru einhverjir krakkar úr WOW hópnum að fara í Emirates viðtal sem var haldið á Íslandi. Ég ætlaði ekkert að fara en svo ákvað ég að skella mér.“ Þá tók við langt og strangt ráðningaferli sem Hildur segir hafa verið gjörólíkt því sem hún hafði kynnst hjá WOW air, en hún þurfti meðal annars að undirgangast sálfræðipróf. „Þetta voru margra daga viðtöl. Við byrjuðum þrjátíu og svo var alltaf fækkað og fækkað. Þó maður kæmist í lokaviðtalið þá þýddi það samt ekki að maður væri kominn með vinnuna.“ Fékk gullna símtalið um miðja nótt Eftir röð af viðtölum tók við erfið bið eftir gullna símtalinu. „Það hefur verið kannski tveimur vikum eftir viðtalið sem það kom það sem kallast „the golden call“ sem kom um miðja nótt hjá mér. Ég bara rauk upp og svaraði því. Mér var boðið að koma fyrr en þá var ég að klára önnina í lögfræðinni og fór út 18. desember eftir prófatörnina.“ Hildur hélt til Dúbaí ásamt fjórum öðrum íslenskum stelpum. Eftir komuna til Dúbaí tók við ströng átta vikna þjálfun. Hún lýsir tímanum úti sem miklu ævintýri. „Á þessum tíma höfðu margar vinkonur mínar farið í einhverjar heimsreisur eftir menntaskóla sem ég gerði ekki. Þannig ég leit á þetta eins og ég væri svona pínu að fara í mína heimsreisu að gera þetta.“ Hún segir borgina hafa verið öðruvísi en hún átti von á, fjölmenningin hafi komið á óvart. „Fólk var alls staðar að frá heiminum og í rauninni bara lítill hluti af lókal fólki sem býr þarna. Það voru allir með opinn huga, þó þetta væri múslimaríki og svona strangar reglur, þá var bara voða slakt yfir mörgu.“ Hildur segir ekki hægt að bera Emirates saman við WOW air. „Þú ert með lággjaldaflugfélag annars vegar og svo bara flottasta flugfélag í heimi hins vegar. Það er náttúrlega allt frítt um borð og maður var alltaf með silfurbakka. Það fóru bara heilu dagarnir í þjálfun á því hvernig maður á að heilsa fólki.“ Hildur var ein af fimm íslenskum stelpum sem fékk starf sem flugfreyja hjá lúxusflugfélaginu Emirates árið 2013.Hildur Hilmarsdóttir Mæld út af eftirlitsaðila fyrir hvert flug Emirates gerir strangar kröfur til áhafnarmeðlima hvað varðar útlit þeirra. Aðeins mátti vera með ákveðnar hárgreiðslur og ákveðna liti af naglalakki og augnskugga. „Það voru bara nokkrir dagar í þjálfuninni sem fóru í það hvað mátti og hvað mátti ekki.“ Þegar áhöfnin mætti í flug þurfti hún að fara í svokallað „grooming-check“ þar sem einstaklingur á vegum flugfélagsins mældi hana út, skoðaði skór væru pússaðir, fötin væru straujuð og hvort hár, förðun og neglur væru samkvæmt reglum. Hún segist hafa fundið fyrir miklum menningarmun þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Þegar flogið var til ákveðinna áfangastaða þurftu flugfreyjur að vera í jakka svo ekki sæist í bert hold. Konur máttu helst ekki opna hurðir flugvélarinnar eftir lendingu á vissum áfangastöðum, heldur voru karlkyns flugliðar settir í það verkefni. Þá lenti Hildur í því að karlkyns farþegi neitaði að hlusta á hana og þurfti hún þá að fá flugþjón til þess að koma skilaboðum áleiðis til hans. „Þetta var ekki beint áreiti, en meira svona tengt virðingu og menningu. Maður þurfti kannski stundum aðeins að bíta í tunguna á sér svo maður færi ekki að segja eitthvað,“ segir Hildur. Hildur segir tímann hjá Emirates hafa verið ævintýri líkastur, en hún hafi þó fundið fyrir menningarmun hvað varðar stöðu kynjanna.Hildur Hilmarsdóttir Hildur flaug með Emirates til ársins 2015 en þá var hún komin með nóg, enda hafði hún aðeins hugsað sér þetta sem tímabundið starf til þess að breyta til. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við flugfreyjustarfið á Íslandi. Þetta er miklu erfiðara og meira krefjandi starf. Maður vinnur meira, minna frí, lengri vaktir. Maður var eiginlega svolítið sprungin.“ Þrátt fyrir það segist hún þó alls ekki sjá eftir tímanum úti og mælir með þessu fyrir alla sem hafa áhuga. Eftir heimkomuna fór Hildur aftur til WOW air. Hún segir það hafa verið „draumur í dós“ að koma til baka eftir að hún hafði öðlast samanburð. Þá segir hún liðsandann og stemminguna hjá WOW hafa verið einstaka. „Það er svo erfitt að útskýra þetta. Ég held það hafi tengst öllu utanumhaldi. Það voru einhvern veginn allir í sama liði og það gekk svo vel. Þetta var svo eftirsóknarvert og fólk var svo ótrúlega ánægt í starfi. Þetta er bara eitthvað svona sem er ekki hægt að lýsa held ég.“ Flugfreyjustarfið togaði alltaf aftur í Hildi.WOW air Flugið togaði alltaf í hana Hildur varð ólétt árið 2017 og færði sig þá um set og gekk tímabundið til liðs við lögfræðiteymi fyrirtækisins enda lögfræðimenntuð. „Svo byrjaði ég að fljúga eftir fæðingarorlofið sumarið 2018 en var svo boðin staða í lögfræðiteyminu sem ég byrjaði í um haustið. Ég saknaði þess alltaf rosalega mikið að fljúga, en það var ótrúlega gaman að vera þarna innanhúss. Þegar maður er að fljúga þá heldur maður að það sé það eina sem skipti máli, en það eru svo mörg önnur störf mikilvæg fyrir flugið, annars færi það aldrei af stað.“ Flugið togaði þó alltaf í Hildi og hún hafði tekið ákvörðun um að dusta rykið af fjólubláa glæsigallanum, þegar sá örlagaríki dagur rann upp að WOW air fór á hausinn. „Það var bara ömurlegt vægast sagt. Þetta var bara eins og að missa vin. Þetta var náttúrlega búið að vera tvísýnt í einhvern tíma en maður hélt alltaf í vonina og maður hélt alltaf að þetta myndi bjargast. Þannig þetta var alveg ótrúlega erfitt.“ Hún segir fall WOW air að vissu leyti hafa styrkt þau einstöku vinabönd sem þegar voru til staðar. Bæði voru þau dugleg að halda hópinn, en líkamsræktarþjálfarar og fyrirtæki voru dugleg að bjóða þeim til sín, og þau deildu þeirri erfiðu lífsreynslu sem fallið var og gátu því leitað til hvors annars. Hildur segist hafa eignast vini fyrir lífstíð hjá WOW air.Hildur Hilmarsdóttir „Hann sagði að þetta væri ekki búið“ Daginn sem WOW air fór á hausinn hafði starfsfólk safnast saman í höfuðstöðvum fyrirtækisins. „Þá segir einn sem heitir Sveinn og er einn af stofnendum Play, að þetta væri ekki búið og að hann ætlaði að stofna nýtt flugfélag. Hann væri búinn að fara yfir alla þessa endurskipulagningu hjá fyrirtækinu og vissi hvað fór úrskeiðis og hvað þyrfti að bæta. Hann var bara með allt upp á tíu.“ „Þannig þetta kom bara til tals samdægurs. Á þessum tímapunkti hélt ég kannski að það væru einhverjar tilfinningar að tala og allir væru bara í svona smá volæði. Fólk var náttúrlega bara niðurbrotið og ekki tilbúið að gefast upp og að missa það sem við höfðum. En það var bara svo mikill drifkraftur í þessu fólki.“ Sumarið 2019 fóru svo sögusagnir af þessu nýja flugfélagi af stað fyrir alvöru og Hildur segist hafa verið staðráðin í því að vera með. Hún sótti um flugfreyjustarf hjá flugfélaginu og fór í viðtal um veturinn - svo skall á heimsfaraldur. Hildur segist þó hafa verið komin of nálægt markmiðinu til þess að missa vonina. „Maður var búinn að fara í viðtalið og komin með svona raunverulega von. Þá var þetta ekki lengur „Mig langar að vera með“ heldur „Ég ætla að vera með“. Síðan er ég bara búin að bíða eftir símtalinu frá yfirfreyjunni sem kom loksins núna í maí. Það var bara besti dagur lífs míns.“ Flugfélagið Play samanstendur að mestu leyti af fyrrverandi starfsfólki WOW air.PLAY „Tengist öryggi farþega ekkert hvort þú sért með rauðan varalit eða ekki“ Þrátt fyrir að starfsfólk Play sé nánast allt fyrrverandi starfsfólk WOW air og Hildur finni fyrir sama góða liðsandanum og stemmingunni, er lögð áhersla á það að Play er algjörlega ótengt WOW og með aðrar áherslur. Ber þar helst að nefna einkennisklæðnað áhafnarinnar sem er heldur óhefðbundnari og nútímalegri en það sem sést hefur hingað til. Útlitslegar áherslur eru fjarri því sem Hildur kynntist hjá Emirates en hún kveðst vera afar ánægð með nýja vinnuklæðnaðinn og telur þetta vera mikilvægt skref inn í framtíðina. „Þetta snýst um jafnrétti og þægindi, frekar en að þvinga fólk í kjól og hælaskó. Þegar ég sá þetta fyrst var mér alveg smá brugðið, því maður er svo vanur því að það sé snúður, hælar og varalitur klukkan þrjú um nótt. Ég var smá stund að melta þetta, en svo finnst mér þetta bara æðislegt núna.“ Einkennisklæðnaður Play hefur vakið mikla athygli, enda sérstaklega nútímalegur.PLAY Hildur bendir á að þegar kemur að því að gæta öryggis farþega skipti litlu máli hvort þú sért með rauðan varalit eða ekki. „Það eru bara svona vægar kröfur tengdar snyrtilegheitum og fólki er svolítið bara treyst fyrir því,“ segir Hildur og tekur fram að viðbrögð farþega hafi verið góð. Hún telur ekki ólíklegt að fleiri flugfélög eigi eftir að fylgja að þeirra fordæmi. „Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar þú þurftir að vera með eitthvað X grannt mitti til þess að vera flugfreyja.“ Sér fyrir sér bjarta framtíð Play Stór hópur af WOW starfsfólki sótti um starf hjá Play á sínum tíma og færri komust að en vildu. „Þeir eru bara að bíða eftir því að komast inn. Þetta náttúrlega mun stækka og fólk er bara að krossa puttana. Mér heyrist að allur sá hópur hafi haft mikla trúa á þessu frá upphafi.“ Hildur sér fyrir sér að Play verði eftirsóknarverður vinnustaður og finnur nú þegar fyrir jafn góðum anda og WOW var þekkt fyrir. „Stjórnendur eru með allt á hreinu og eru aðgengilegir. Maður finnur fyrir miklum stuðningi frá yfirmönnum og samstarfsfélögum. Fyrirtækið er duglegt að hrósa og fagna hinum ýmsu sigrum með starfsfólkinu, stórum og smáum,“ segir Hildur. Hildur segir starfsanda Play vera einstaklega góðan og sér fyrir sér að vinnustaðurinn verði eftirsóknarverður.Hildur Hilmarsdóttir Aðspurð hvort hún eigi eftir að fljúga það sem eftir er starfsævinnar, segir hún það aldrei að vita. „Þetta togar einhvern veginn alltaf í mig. Ég hef alveg prófað eitthvað annað, en enda alltaf aftur hér.“ Samstarfsfólkið, ferðalögin og glæsileikinn sem fylgir starfinu er það sem heillar hana mest. Hún segir að tíminn einn muni leiða í ljós hvað hún eigi eftir að fljúga lengi. „En fjólubláa hjartað er svo sannarlega orðið rautt.“ Hildur svífur um á rauðu skýi þessa dagana.PLAY Play WOW Air Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
„Það voru náttúrlega allir bara eins og beljur að vori að komast út. Það voru allir ótrúlega glaðir og jákvæðir og maður finnur svo ótrúlega mikinn meðbyr með flugfélaginu,“ segir Hildur um fyrstu flug Play. Sjálf segir hún tilfinninguna að fara í fyrsta flugið eftir þriggja ára hlé sem flugfreyja hafa verið sambland af spennu og stressi. „Eftir mjög langa bið og eftirvæntingu rann stóri dagurinn loksins upp en svo gekk allt fullkomlega upp. Það var töluvert spennufall eftir flugið en maður brosir allan hringinn og svífur um á rauðu skýi.“ Dreymdi um að verða flugfreyja Hildur hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air þegar hún var tuttugu og tveggja ára gömul, þá nýbúin að klára fyrsta árið í lögfræði. „Það var búið að vera draumur lengi að komast í þetta starf eins og kannski hjá mörgum ungum stelpum. Þetta var bara það besta sem gerðist fyrir mig og ég var himinlifandi að fá starfið.“ Hildur hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air sumarið 2013.Hildur Hilmarsdóttir Hún staldraði þó aðeins við í eitt sumar áður en hún hélt á vit ævintýranna í Dúbaí. „Það voru einhverjir krakkar úr WOW hópnum að fara í Emirates viðtal sem var haldið á Íslandi. Ég ætlaði ekkert að fara en svo ákvað ég að skella mér.“ Þá tók við langt og strangt ráðningaferli sem Hildur segir hafa verið gjörólíkt því sem hún hafði kynnst hjá WOW air, en hún þurfti meðal annars að undirgangast sálfræðipróf. „Þetta voru margra daga viðtöl. Við byrjuðum þrjátíu og svo var alltaf fækkað og fækkað. Þó maður kæmist í lokaviðtalið þá þýddi það samt ekki að maður væri kominn með vinnuna.“ Fékk gullna símtalið um miðja nótt Eftir röð af viðtölum tók við erfið bið eftir gullna símtalinu. „Það hefur verið kannski tveimur vikum eftir viðtalið sem það kom það sem kallast „the golden call“ sem kom um miðja nótt hjá mér. Ég bara rauk upp og svaraði því. Mér var boðið að koma fyrr en þá var ég að klára önnina í lögfræðinni og fór út 18. desember eftir prófatörnina.“ Hildur hélt til Dúbaí ásamt fjórum öðrum íslenskum stelpum. Eftir komuna til Dúbaí tók við ströng átta vikna þjálfun. Hún lýsir tímanum úti sem miklu ævintýri. „Á þessum tíma höfðu margar vinkonur mínar farið í einhverjar heimsreisur eftir menntaskóla sem ég gerði ekki. Þannig ég leit á þetta eins og ég væri svona pínu að fara í mína heimsreisu að gera þetta.“ Hún segir borgina hafa verið öðruvísi en hún átti von á, fjölmenningin hafi komið á óvart. „Fólk var alls staðar að frá heiminum og í rauninni bara lítill hluti af lókal fólki sem býr þarna. Það voru allir með opinn huga, þó þetta væri múslimaríki og svona strangar reglur, þá var bara voða slakt yfir mörgu.“ Hildur segir ekki hægt að bera Emirates saman við WOW air. „Þú ert með lággjaldaflugfélag annars vegar og svo bara flottasta flugfélag í heimi hins vegar. Það er náttúrlega allt frítt um borð og maður var alltaf með silfurbakka. Það fóru bara heilu dagarnir í þjálfun á því hvernig maður á að heilsa fólki.“ Hildur var ein af fimm íslenskum stelpum sem fékk starf sem flugfreyja hjá lúxusflugfélaginu Emirates árið 2013.Hildur Hilmarsdóttir Mæld út af eftirlitsaðila fyrir hvert flug Emirates gerir strangar kröfur til áhafnarmeðlima hvað varðar útlit þeirra. Aðeins mátti vera með ákveðnar hárgreiðslur og ákveðna liti af naglalakki og augnskugga. „Það voru bara nokkrir dagar í þjálfuninni sem fóru í það hvað mátti og hvað mátti ekki.“ Þegar áhöfnin mætti í flug þurfti hún að fara í svokallað „grooming-check“ þar sem einstaklingur á vegum flugfélagsins mældi hana út, skoðaði skór væru pússaðir, fötin væru straujuð og hvort hár, förðun og neglur væru samkvæmt reglum. Hún segist hafa fundið fyrir miklum menningarmun þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Þegar flogið var til ákveðinna áfangastaða þurftu flugfreyjur að vera í jakka svo ekki sæist í bert hold. Konur máttu helst ekki opna hurðir flugvélarinnar eftir lendingu á vissum áfangastöðum, heldur voru karlkyns flugliðar settir í það verkefni. Þá lenti Hildur í því að karlkyns farþegi neitaði að hlusta á hana og þurfti hún þá að fá flugþjón til þess að koma skilaboðum áleiðis til hans. „Þetta var ekki beint áreiti, en meira svona tengt virðingu og menningu. Maður þurfti kannski stundum aðeins að bíta í tunguna á sér svo maður færi ekki að segja eitthvað,“ segir Hildur. Hildur segir tímann hjá Emirates hafa verið ævintýri líkastur, en hún hafi þó fundið fyrir menningarmun hvað varðar stöðu kynjanna.Hildur Hilmarsdóttir Hildur flaug með Emirates til ársins 2015 en þá var hún komin með nóg, enda hafði hún aðeins hugsað sér þetta sem tímabundið starf til þess að breyta til. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við flugfreyjustarfið á Íslandi. Þetta er miklu erfiðara og meira krefjandi starf. Maður vinnur meira, minna frí, lengri vaktir. Maður var eiginlega svolítið sprungin.“ Þrátt fyrir það segist hún þó alls ekki sjá eftir tímanum úti og mælir með þessu fyrir alla sem hafa áhuga. Eftir heimkomuna fór Hildur aftur til WOW air. Hún segir það hafa verið „draumur í dós“ að koma til baka eftir að hún hafði öðlast samanburð. Þá segir hún liðsandann og stemminguna hjá WOW hafa verið einstaka. „Það er svo erfitt að útskýra þetta. Ég held það hafi tengst öllu utanumhaldi. Það voru einhvern veginn allir í sama liði og það gekk svo vel. Þetta var svo eftirsóknarvert og fólk var svo ótrúlega ánægt í starfi. Þetta er bara eitthvað svona sem er ekki hægt að lýsa held ég.“ Flugfreyjustarfið togaði alltaf aftur í Hildi.WOW air Flugið togaði alltaf í hana Hildur varð ólétt árið 2017 og færði sig þá um set og gekk tímabundið til liðs við lögfræðiteymi fyrirtækisins enda lögfræðimenntuð. „Svo byrjaði ég að fljúga eftir fæðingarorlofið sumarið 2018 en var svo boðin staða í lögfræðiteyminu sem ég byrjaði í um haustið. Ég saknaði þess alltaf rosalega mikið að fljúga, en það var ótrúlega gaman að vera þarna innanhúss. Þegar maður er að fljúga þá heldur maður að það sé það eina sem skipti máli, en það eru svo mörg önnur störf mikilvæg fyrir flugið, annars færi það aldrei af stað.“ Flugið togaði þó alltaf í Hildi og hún hafði tekið ákvörðun um að dusta rykið af fjólubláa glæsigallanum, þegar sá örlagaríki dagur rann upp að WOW air fór á hausinn. „Það var bara ömurlegt vægast sagt. Þetta var bara eins og að missa vin. Þetta var náttúrlega búið að vera tvísýnt í einhvern tíma en maður hélt alltaf í vonina og maður hélt alltaf að þetta myndi bjargast. Þannig þetta var alveg ótrúlega erfitt.“ Hún segir fall WOW air að vissu leyti hafa styrkt þau einstöku vinabönd sem þegar voru til staðar. Bæði voru þau dugleg að halda hópinn, en líkamsræktarþjálfarar og fyrirtæki voru dugleg að bjóða þeim til sín, og þau deildu þeirri erfiðu lífsreynslu sem fallið var og gátu því leitað til hvors annars. Hildur segist hafa eignast vini fyrir lífstíð hjá WOW air.Hildur Hilmarsdóttir „Hann sagði að þetta væri ekki búið“ Daginn sem WOW air fór á hausinn hafði starfsfólk safnast saman í höfuðstöðvum fyrirtækisins. „Þá segir einn sem heitir Sveinn og er einn af stofnendum Play, að þetta væri ekki búið og að hann ætlaði að stofna nýtt flugfélag. Hann væri búinn að fara yfir alla þessa endurskipulagningu hjá fyrirtækinu og vissi hvað fór úrskeiðis og hvað þyrfti að bæta. Hann var bara með allt upp á tíu.“ „Þannig þetta kom bara til tals samdægurs. Á þessum tímapunkti hélt ég kannski að það væru einhverjar tilfinningar að tala og allir væru bara í svona smá volæði. Fólk var náttúrlega bara niðurbrotið og ekki tilbúið að gefast upp og að missa það sem við höfðum. En það var bara svo mikill drifkraftur í þessu fólki.“ Sumarið 2019 fóru svo sögusagnir af þessu nýja flugfélagi af stað fyrir alvöru og Hildur segist hafa verið staðráðin í því að vera með. Hún sótti um flugfreyjustarf hjá flugfélaginu og fór í viðtal um veturinn - svo skall á heimsfaraldur. Hildur segist þó hafa verið komin of nálægt markmiðinu til þess að missa vonina. „Maður var búinn að fara í viðtalið og komin með svona raunverulega von. Þá var þetta ekki lengur „Mig langar að vera með“ heldur „Ég ætla að vera með“. Síðan er ég bara búin að bíða eftir símtalinu frá yfirfreyjunni sem kom loksins núna í maí. Það var bara besti dagur lífs míns.“ Flugfélagið Play samanstendur að mestu leyti af fyrrverandi starfsfólki WOW air.PLAY „Tengist öryggi farþega ekkert hvort þú sért með rauðan varalit eða ekki“ Þrátt fyrir að starfsfólk Play sé nánast allt fyrrverandi starfsfólk WOW air og Hildur finni fyrir sama góða liðsandanum og stemmingunni, er lögð áhersla á það að Play er algjörlega ótengt WOW og með aðrar áherslur. Ber þar helst að nefna einkennisklæðnað áhafnarinnar sem er heldur óhefðbundnari og nútímalegri en það sem sést hefur hingað til. Útlitslegar áherslur eru fjarri því sem Hildur kynntist hjá Emirates en hún kveðst vera afar ánægð með nýja vinnuklæðnaðinn og telur þetta vera mikilvægt skref inn í framtíðina. „Þetta snýst um jafnrétti og þægindi, frekar en að þvinga fólk í kjól og hælaskó. Þegar ég sá þetta fyrst var mér alveg smá brugðið, því maður er svo vanur því að það sé snúður, hælar og varalitur klukkan þrjú um nótt. Ég var smá stund að melta þetta, en svo finnst mér þetta bara æðislegt núna.“ Einkennisklæðnaður Play hefur vakið mikla athygli, enda sérstaklega nútímalegur.PLAY Hildur bendir á að þegar kemur að því að gæta öryggis farþega skipti litlu máli hvort þú sért með rauðan varalit eða ekki. „Það eru bara svona vægar kröfur tengdar snyrtilegheitum og fólki er svolítið bara treyst fyrir því,“ segir Hildur og tekur fram að viðbrögð farþega hafi verið góð. Hún telur ekki ólíklegt að fleiri flugfélög eigi eftir að fylgja að þeirra fordæmi. „Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar þú þurftir að vera með eitthvað X grannt mitti til þess að vera flugfreyja.“ Sér fyrir sér bjarta framtíð Play Stór hópur af WOW starfsfólki sótti um starf hjá Play á sínum tíma og færri komust að en vildu. „Þeir eru bara að bíða eftir því að komast inn. Þetta náttúrlega mun stækka og fólk er bara að krossa puttana. Mér heyrist að allur sá hópur hafi haft mikla trúa á þessu frá upphafi.“ Hildur sér fyrir sér að Play verði eftirsóknarverður vinnustaður og finnur nú þegar fyrir jafn góðum anda og WOW var þekkt fyrir. „Stjórnendur eru með allt á hreinu og eru aðgengilegir. Maður finnur fyrir miklum stuðningi frá yfirmönnum og samstarfsfélögum. Fyrirtækið er duglegt að hrósa og fagna hinum ýmsu sigrum með starfsfólkinu, stórum og smáum,“ segir Hildur. Hildur segir starfsanda Play vera einstaklega góðan og sér fyrir sér að vinnustaðurinn verði eftirsóknarverður.Hildur Hilmarsdóttir Aðspurð hvort hún eigi eftir að fljúga það sem eftir er starfsævinnar, segir hún það aldrei að vita. „Þetta togar einhvern veginn alltaf í mig. Ég hef alveg prófað eitthvað annað, en enda alltaf aftur hér.“ Samstarfsfólkið, ferðalögin og glæsileikinn sem fylgir starfinu er það sem heillar hana mest. Hún segir að tíminn einn muni leiða í ljós hvað hún eigi eftir að fljúga lengi. „En fjólubláa hjartað er svo sannarlega orðið rautt.“ Hildur svífur um á rauðu skýi þessa dagana.PLAY
Play WOW Air Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira