Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2021 22:55 Airbus A321-þota Play lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sigurjón Ólason Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins. Það eru liðnar þrjár vikur frá því Play fékk sína fyrstu þotu til landsins og tíu dagar frá fyrsta áætlunarfluginu. Í dag lenti vél frá þessu nýjasta flugfélagi Íslendinga í fyrsta sinn á flugvelli höfuðborgarinnar, en lendinguna mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, við þotuna á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason Ekki var þó staldrað lengi við því eftir að fulltrúar Play og Kauphallarinnar sem og aðrir gestir höfðu stigið um borð var aftur haldið í loftið og stefnan tekin yfir hálendi Íslands. Í tólf þúsund feta hæð var svo hin hefðbundna bjölluhringing tekin upp, en það verður þó ekki fyrr en á föstudagsmorgun sem hlutabréfaviðskiptin hefjast formlega. Kauphallarbjallan komin í tólf þúsund feta hæð.Sigurjón Ólason Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, sagði að núna hefði Kauphöllin fengið vængi og tekið flugið. Úr yrði ógleymanleg tímamótaathöfn. „Fyrsta skráningarathöfnin í háloftunum. Og með því fullkomnar Play þrennu á markaðnum á þessu ári. Það er að segja; það hafa verið skráningar það sem af er þessu ári í lofti, láði og legi,“ sagði Magnús. Hlutafjárútboð Play þykir hafa heppnast vel en eftirspurnin reyndist áttfalt meiri en framboð hlutafjár. Þota Play að leggja að fyrir framan höfuðstöðvar Icelandair í dag.Sigurjón Ólason „Við erum auðvitað bara ótrúlega glöð og hrærð yfir viðtökunum sem fyrirtækið er að fá. Frá fólki, frá ferðalöngum, fólki sem er að kaupa sér flugmiða til og frá Íslandi, og öllum þessum fjárfestum sem hafa trú á félaginu núna og ekki síst þessum gríðarlega fjölda af einstaklingum,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Um síðustu helgi fékk Play sína aðra þotu og sú þriðja er væntanleg eftir hálfan mánuð. Allar eru af gerðinni Airbus A321 með sæti fyrir 192 farþega hver. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Play Fréttir af flugi Kauphöllin Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Það eru liðnar þrjár vikur frá því Play fékk sína fyrstu þotu til landsins og tíu dagar frá fyrsta áætlunarfluginu. Í dag lenti vél frá þessu nýjasta flugfélagi Íslendinga í fyrsta sinn á flugvelli höfuðborgarinnar, en lendinguna mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, við þotuna á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason Ekki var þó staldrað lengi við því eftir að fulltrúar Play og Kauphallarinnar sem og aðrir gestir höfðu stigið um borð var aftur haldið í loftið og stefnan tekin yfir hálendi Íslands. Í tólf þúsund feta hæð var svo hin hefðbundna bjölluhringing tekin upp, en það verður þó ekki fyrr en á föstudagsmorgun sem hlutabréfaviðskiptin hefjast formlega. Kauphallarbjallan komin í tólf þúsund feta hæð.Sigurjón Ólason Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, sagði að núna hefði Kauphöllin fengið vængi og tekið flugið. Úr yrði ógleymanleg tímamótaathöfn. „Fyrsta skráningarathöfnin í háloftunum. Og með því fullkomnar Play þrennu á markaðnum á þessu ári. Það er að segja; það hafa verið skráningar það sem af er þessu ári í lofti, láði og legi,“ sagði Magnús. Hlutafjárútboð Play þykir hafa heppnast vel en eftirspurnin reyndist áttfalt meiri en framboð hlutafjár. Þota Play að leggja að fyrir framan höfuðstöðvar Icelandair í dag.Sigurjón Ólason „Við erum auðvitað bara ótrúlega glöð og hrærð yfir viðtökunum sem fyrirtækið er að fá. Frá fólki, frá ferðalöngum, fólki sem er að kaupa sér flugmiða til og frá Íslandi, og öllum þessum fjárfestum sem hafa trú á félaginu núna og ekki síst þessum gríðarlega fjölda af einstaklingum,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Um síðustu helgi fékk Play sína aðra þotu og sú þriðja er væntanleg eftir hálfan mánuð. Allar eru af gerðinni Airbus A321 með sæti fyrir 192 farþega hver. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29
Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21