Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2021 22:55 Airbus A321-þota Play lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sigurjón Ólason Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins. Það eru liðnar þrjár vikur frá því Play fékk sína fyrstu þotu til landsins og tíu dagar frá fyrsta áætlunarfluginu. Í dag lenti vél frá þessu nýjasta flugfélagi Íslendinga í fyrsta sinn á flugvelli höfuðborgarinnar, en lendinguna mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, við þotuna á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason Ekki var þó staldrað lengi við því eftir að fulltrúar Play og Kauphallarinnar sem og aðrir gestir höfðu stigið um borð var aftur haldið í loftið og stefnan tekin yfir hálendi Íslands. Í tólf þúsund feta hæð var svo hin hefðbundna bjölluhringing tekin upp, en það verður þó ekki fyrr en á föstudagsmorgun sem hlutabréfaviðskiptin hefjast formlega. Kauphallarbjallan komin í tólf þúsund feta hæð.Sigurjón Ólason Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, sagði að núna hefði Kauphöllin fengið vængi og tekið flugið. Úr yrði ógleymanleg tímamótaathöfn. „Fyrsta skráningarathöfnin í háloftunum. Og með því fullkomnar Play þrennu á markaðnum á þessu ári. Það er að segja; það hafa verið skráningar það sem af er þessu ári í lofti, láði og legi,“ sagði Magnús. Hlutafjárútboð Play þykir hafa heppnast vel en eftirspurnin reyndist áttfalt meiri en framboð hlutafjár. Þota Play að leggja að fyrir framan höfuðstöðvar Icelandair í dag.Sigurjón Ólason „Við erum auðvitað bara ótrúlega glöð og hrærð yfir viðtökunum sem fyrirtækið er að fá. Frá fólki, frá ferðalöngum, fólki sem er að kaupa sér flugmiða til og frá Íslandi, og öllum þessum fjárfestum sem hafa trú á félaginu núna og ekki síst þessum gríðarlega fjölda af einstaklingum,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Um síðustu helgi fékk Play sína aðra þotu og sú þriðja er væntanleg eftir hálfan mánuð. Allar eru af gerðinni Airbus A321 með sæti fyrir 192 farþega hver. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Play Fréttir af flugi Kauphöllin Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Það eru liðnar þrjár vikur frá því Play fékk sína fyrstu þotu til landsins og tíu dagar frá fyrsta áætlunarfluginu. Í dag lenti vél frá þessu nýjasta flugfélagi Íslendinga í fyrsta sinn á flugvelli höfuðborgarinnar, en lendinguna mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, við þotuna á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason Ekki var þó staldrað lengi við því eftir að fulltrúar Play og Kauphallarinnar sem og aðrir gestir höfðu stigið um borð var aftur haldið í loftið og stefnan tekin yfir hálendi Íslands. Í tólf þúsund feta hæð var svo hin hefðbundna bjölluhringing tekin upp, en það verður þó ekki fyrr en á föstudagsmorgun sem hlutabréfaviðskiptin hefjast formlega. Kauphallarbjallan komin í tólf þúsund feta hæð.Sigurjón Ólason Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, sagði að núna hefði Kauphöllin fengið vængi og tekið flugið. Úr yrði ógleymanleg tímamótaathöfn. „Fyrsta skráningarathöfnin í háloftunum. Og með því fullkomnar Play þrennu á markaðnum á þessu ári. Það er að segja; það hafa verið skráningar það sem af er þessu ári í lofti, láði og legi,“ sagði Magnús. Hlutafjárútboð Play þykir hafa heppnast vel en eftirspurnin reyndist áttfalt meiri en framboð hlutafjár. Þota Play að leggja að fyrir framan höfuðstöðvar Icelandair í dag.Sigurjón Ólason „Við erum auðvitað bara ótrúlega glöð og hrærð yfir viðtökunum sem fyrirtækið er að fá. Frá fólki, frá ferðalöngum, fólki sem er að kaupa sér flugmiða til og frá Íslandi, og öllum þessum fjárfestum sem hafa trú á félaginu núna og ekki síst þessum gríðarlega fjölda af einstaklingum,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Um síðustu helgi fékk Play sína aðra þotu og sú þriðja er væntanleg eftir hálfan mánuð. Allar eru af gerðinni Airbus A321 með sæti fyrir 192 farþega hver. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29
Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21