Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Ráðu­neytið skoðar niður­greiðslu á Húsa­víkur­flugi

Innviðaráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjasveit kanna möguleika á því að styðja flug til Húsavíkur afmarkað yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið Ernir hefur haldið úti reglubundnu áætlunarflugi milli Reykjavík og Húsavíkur síðan 2012.

Innlent
Fréttamynd

Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri

Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri.

Erlent
Fréttamynd

Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði

Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð.

Innlent
Fréttamynd

Gleði og glamúr á árshátíð Play

Árshátíð flugfélagsins Play fór fram í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 9. september síðastliðinn. Gleðin var sannarlega við völd þar sem starfsmennirnir skemmtu sér konunglega undir tónum Helga Björns, Herberts Guðmundssonar og Prettyboitjokkó.

Lífið
Fréttamynd

Munaðar­lausir Þing­eyingar

Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg.

Skoðun
Fréttamynd

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt

Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina.

Skoðun
Fréttamynd

Af­kom­­­u­v­­ið­v­­ör­­­un Icel­­­and­­­a­­­ir kom ekki á ó­­­vart eftir mikla hækkun á olíuverði

Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. 

Innherji
Fréttamynd

Gunnar Már hættir hjá Icelandair Car­go

Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færa niður afkomuspá

Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funheitar og föngulegar flugfreyjur

Flugfreyjustarfið var lengi álitið kvennastarf sem einkenndist af glamúr, glæsileika og kynþokka. Konur eru enn í miklum meirihluta innan starfsstéttarinnar þrátt fyrir töluverða aukningu af karlmönnum síðastliðin ár. Starf flugfreyju er fyrst og fremst öryggisstarf.

Lífið
Fréttamynd

Gjald­taka við Reykja­víkur­flug­völl eftir tvö ár

Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn. 

Innlent
Fréttamynd

Play sér ekki lengur fram á hagnað

Hækkun eldsneytisverðs og aðrar almennar kostnaðarhækkanir hafa neikvæð áhrif á afkomu flugfélagsins Play á seinni hluta ársins 2023. Því gerir félagið ekki lengur ráð fyrir því að afkoma ársins verði jákvæð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Engir múslimar hér í kvöld“ átti að vera grín

Hannes Hólm­steinn Gissurarson, prófessor emeritus við Há­skóla Ís­lands, segist ekki hafa hlaupið á sig vegna á­sakana sinna á hendur konu og tveimur dætrum hennar um að hafa ætlað að hnupla tösku hans í Leifs­stöð um helgina. Hann segir mynd úr matar­boði í gær­kvöldi sem hann birti á Face­book, þar sem Hannes sagði enga múslima vera við­stadda, hafa verið setta fram í gaman­semi.

Innlent
Fréttamynd

Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfs­fólk

Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Sakar konu í „múslima­búning“ um að hafa rænt töskunni sinni

Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslima­búning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 

Innlent