Skólabörn frá Vopnafirði urðu strandaglópar í Amsterdam Skólabörn frá Vopnafjarðarskóla urðu strandaglópar í Amsterdam í dag eftir að yfirbókað var í flugvél frá Play sem flogið var heim til Íslands. Þau verða flutt til Brussel og flogið til Íslands á morgun. Innlent 29. september 2023 14:05
Tap Isavia var 221 milljón á fyrri árshelmingi Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var neikvæð um 221 milljón króna samanborið við jákvæða afkomu upp á 501 milljón króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 28. september 2023 19:57
Sjá fram á 550 milljóna króna hagnað á þriðja ársfjórðungi Flugfélagið Play sér fram á að skila hagnaði sem nemur um 550 milljónum króna, eða því sem nemur fjórum milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu félagsins. Viðskipti innlent 28. september 2023 18:51
Fimm nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli Fimm nýir veitingastaðir bætast við veitingaflóru Keflavíkurflugvallar næsta vor þegar þekktir og nýir veitingastaðir munu opna á tveimur svæðum inni á flugvellinum. Þrír munu opna í aðalbyggingu flugvallarins og tveir í suðurbyggingu. Viðskipti innlent 28. september 2023 12:38
Tók kókaín á berbrjósta konu og ætlaði svo að fljúga heim Breska flugmanninum Mike Beaton hefur verið sagt upp störfum hjá British Airways-flugfélaginu eftir að hann mætti til starfa undir áhrifum fíkniefna. Erlent 27. september 2023 16:00
Ráðuneytið skoðar niðurgreiðslu á Húsavíkurflugi Innviðaráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjasveit kanna möguleika á því að styðja flug til Húsavíkur afmarkað yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið Ernir hefur haldið úti reglubundnu áætlunarflugi milli Reykjavík og Húsavíkur síðan 2012. Innlent 22. september 2023 19:39
Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri. Erlent 22. september 2023 10:37
Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. Innlent 21. september 2023 14:15
Gleði og glamúr á árshátíð Play Árshátíð flugfélagsins Play fór fram í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 9. september síðastliðinn. Gleðin var sannarlega við völd þar sem starfsmennirnir skemmtu sér konunglega undir tónum Helga Björns, Herberts Guðmundssonar og Prettyboitjokkó. Lífið 20. september 2023 12:54
Metur Icelandair langt yfir markaðsgengi þótt aðstæður hafi versnað IFS mælir enn með kaupum í Icelandair í nýju verðmati sem birt var eftir að flugfélagið lækkaði afkomuspá sína í ljósi hækkandi eldsneytisverðs. Fáir innlendir hlutabréfasjóðir eru með hlutfallslega mikið af eignum sínum bundnum í bréfum flugfélagsins. Innherji 19. september 2023 13:36
Munaðarlausir Þingeyingar Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. Skoðun 19. september 2023 10:30
Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. Erlent 18. september 2023 07:21
Fjórtán látin í flugslysi í Brasilíu Fjórtán létust í flugslysi í Brasilíu í gær. Flugvélin er talin hafa hrapað við lendingu við lélegt skyggni og mikla rigningu. Erlent 17. september 2023 08:02
Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis? Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Skoðun 16. september 2023 17:00
Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina. Skoðun 16. september 2023 11:30
Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Innlent 15. september 2023 16:11
Erna tekur við af Karli sem yfirlögfræðingur hjá Isavia Erna Hjaltested hefur verið ráðin í starf yfirlögfræðings Isavia og tekur við af Karli Alvarssyni sem hefur gegnt starfinu síðan 2014. Viðskipti innlent 15. september 2023 12:25
Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. Innherji 14. september 2023 16:10
Gunnar Már hættir hjá Icelandair Cargo Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið. Viðskipti innlent 14. september 2023 08:36
Enn myndast röð í Leifsstöð en þó ekki vegna veikinda Einhverjar raðir hafa myndast í öryggisleitinni í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli í morgun en það er ekki vegna veikinda eins og á mánudag, þegar röðin náði niður stiga og fram í brottfararsal. Innlent 14. september 2023 08:31
Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. Viðskipti innlent 13. september 2023 22:29
Örtröð í Leifsstöð vegna undirmönnunar Miklar biðraðir mynduðust í Leifsstöð í morgun vegna tímabundinnar undirmönnunar. Röð í öryggisleit náði alla leið niður í komusal. Innlent 11. september 2023 07:42
Funheitar og föngulegar flugfreyjur Flugfreyjustarfið var lengi álitið kvennastarf sem einkenndist af glamúr, glæsileika og kynþokka. Konur eru enn í miklum meirihluta innan starfsstéttarinnar þrátt fyrir töluverða aukningu af karlmönnum síðastliðin ár. Starf flugfreyju er fyrst og fremst öryggisstarf. Lífið 10. september 2023 21:00
Gjaldtaka við Reykjavíkurflugvöll eftir tvö ár Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn. Innlent 10. september 2023 12:09
Play sér ekki lengur fram á hagnað Hækkun eldsneytisverðs og aðrar almennar kostnaðarhækkanir hafa neikvæð áhrif á afkomu flugfélagsins Play á seinni hluta ársins 2023. Því gerir félagið ekki lengur ráð fyrir því að afkoma ársins verði jákvæð. Viðskipti innlent 7. september 2023 11:04
Kerfi lá niðri og Play þurfti að skilja tuttugu farþega eftir Samskiptagátt kanadíska landamæraeftirlitsins, sem auðveldar vinnslu umsókna um ferðaleyfi til landsins, lá niðri í dag. Tuttugu farþegar Play sem ekki höfðu fengið slíkt leyfi þurftu að sitja eftir þegar flogið var af stað. Innlent 6. september 2023 18:39
Vísað á dyr fyrir að sitja ekki í sætum útötuðum gubbi Flugfélagið Air Canada hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa ætlast til þess að farþegar myndu sitja í sætum sem voru útötuð í gubbi. Tveir farþegar, sem neituðu að sitja í umræddum sætum, var vísað úr vélinni. Erlent 6. september 2023 12:02
„Engir múslimar hér í kvöld“ átti að vera grín Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segist ekki hafa hlaupið á sig vegna ásakana sinna á hendur konu og tveimur dætrum hennar um að hafa ætlað að hnupla tösku hans í Leifsstöð um helgina. Hann segir mynd úr matarboði í gærkvöldi sem hann birti á Facebook, þar sem Hannes sagði enga múslima vera viðstadda, hafa verið setta fram í gamansemi. Innlent 4. september 2023 17:02
Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. Innlent 2. september 2023 13:18
Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. Innlent 2. september 2023 12:07