Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. desember 2024 02:06 Flugvélin rann á flugbrautinni áður en hún hafnaði á vegg. EPA 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna. Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna.
Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira