Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. desember 2024 02:06 Flugvélin rann á flugbrautinni áður en hún hafnaði á vegg. EPA 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna. Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna.
Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira