Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 16:36 38 manns létu lífið þegar flugvélin brotlenti. AP/Azamat Sarsenbayev Fjölmargar kenningar hafa farið á flug síðan asersk farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan í gær jóladag. Rússnesk og kasöksk yfirvöld hafa reynt að lægja öldurnar en fátt er vitað með vissu um tildrög slyssins. Farþegaflugvél á vegum Azerbaijan Airlines brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 62 farþega um borð, 38 þeirra létu lífið. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs sé talsvert utan leiðar. Fullyrðingar um aðkomu Rússa órökstuddar Andrí Kovalenkó, leiðtogi nefndar innan úkraínska hersins sem hefur markmið að stiga stemmu við falsupplýsingum, fullyrti á samfélagsmiðlum í gær að rússneskar loftvarnir hefðu skotið flugvélina niður. Hann vísaði til mynda sem hafa verið í dreifingu af götóttum skrokki vélarinnar og björgunarvestum máli sínu til stuðnings. Dmítrí Peskov, talsmaður forseta Rússlandsforseta, segir rannsókn þegar hafna á tildrögum slyssins og ekki væri rétt að fara í neinar bollaleggingar fyrr en niðurstaða þeirrar rannsóknar lægi fyrir. Þá tjáði forseti öldungadeildar kasakska þingsins sig einnig um málið. „Ekkert þessara landa, ekki Aserbaídsjan, Rússland né Kasakstan, vilja fela neitt. Allar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar almenningi,“ hefur Guardian eftir Asjimbajev Maulen. forseti þingsins. Jafnframt sagði hann fullyrðingar um aðkomu rússneskra loftvarna órökstuddar og ófyrirsvaranlegar. Rússneskar loftvarnir hafi haldið að flugvélin væri úkraínskur dróni Heimildarmenn fréttaveitunnar Reuters innan aserska flugmálageirans segja að fyrstu fregnir af rannsókninni bendi til að flugvélin hafi orðið fyrir skothríð rússnesks loftvarnarkerfis. Samskiptakerfi flugvélarinnar hafi verið rofið þegar flugvélin nálgaðist áfangastaðinn Grosní. Þessar heimildir Reuters eru þó einróma um að árásin hafi ekki verið af vilja gerð. Þess má geta að Grosní hefur ítrekað verið skotmark flygildaárása Úkraínumanna síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í febrúar ársins 2022. Fyrr á jóladag tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að loftvarnir þeirra hefðu skotið niður 59 flygildi þvert yfir Rússland. Embættismaður innan téténsku landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðla í gærmorgun þar sem hann sagði öll flygildi þar hafa verið skotin niður. Rússnesk flugmálayfirvöld segja að líklega hafi fugl flogið á flugvélina og henni því gert að breyta um stefnu. Asersk flugmálayfirvöld rannsaka nú málið. Fréttir af flugi Rússland Aserbaídsjan Úkraína Kasakstan Tengdar fréttir Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07 Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Farþegaflugvél á vegum Azerbaijan Airlines brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 62 farþega um borð, 38 þeirra létu lífið. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs sé talsvert utan leiðar. Fullyrðingar um aðkomu Rússa órökstuddar Andrí Kovalenkó, leiðtogi nefndar innan úkraínska hersins sem hefur markmið að stiga stemmu við falsupplýsingum, fullyrti á samfélagsmiðlum í gær að rússneskar loftvarnir hefðu skotið flugvélina niður. Hann vísaði til mynda sem hafa verið í dreifingu af götóttum skrokki vélarinnar og björgunarvestum máli sínu til stuðnings. Dmítrí Peskov, talsmaður forseta Rússlandsforseta, segir rannsókn þegar hafna á tildrögum slyssins og ekki væri rétt að fara í neinar bollaleggingar fyrr en niðurstaða þeirrar rannsóknar lægi fyrir. Þá tjáði forseti öldungadeildar kasakska þingsins sig einnig um málið. „Ekkert þessara landa, ekki Aserbaídsjan, Rússland né Kasakstan, vilja fela neitt. Allar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar almenningi,“ hefur Guardian eftir Asjimbajev Maulen. forseti þingsins. Jafnframt sagði hann fullyrðingar um aðkomu rússneskra loftvarna órökstuddar og ófyrirsvaranlegar. Rússneskar loftvarnir hafi haldið að flugvélin væri úkraínskur dróni Heimildarmenn fréttaveitunnar Reuters innan aserska flugmálageirans segja að fyrstu fregnir af rannsókninni bendi til að flugvélin hafi orðið fyrir skothríð rússnesks loftvarnarkerfis. Samskiptakerfi flugvélarinnar hafi verið rofið þegar flugvélin nálgaðist áfangastaðinn Grosní. Þessar heimildir Reuters eru þó einróma um að árásin hafi ekki verið af vilja gerð. Þess má geta að Grosní hefur ítrekað verið skotmark flygildaárása Úkraínumanna síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í febrúar ársins 2022. Fyrr á jóladag tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að loftvarnir þeirra hefðu skotið niður 59 flygildi þvert yfir Rússland. Embættismaður innan téténsku landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðla í gærmorgun þar sem hann sagði öll flygildi þar hafa verið skotin niður. Rússnesk flugmálayfirvöld segja að líklega hafi fugl flogið á flugvélina og henni því gert að breyta um stefnu. Asersk flugmálayfirvöld rannsaka nú málið.
Fréttir af flugi Rússland Aserbaídsjan Úkraína Kasakstan Tengdar fréttir Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07 Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07
Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52