Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Kristján Már Unnarsson skrifar 26. desember 2024 21:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við Esju, fyrstu Airbus-þotu Icelandair. Egill Aðalsteinsson Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við forstjórann Boga Nils Bogason og sýnt frá komu fyrstu Airbus-þotu Icelandair til Íslands þann 3. desember síðastliðinn. Icelandair stefnir að því að vera komið með fjórar Airbus-þotur fyrir næsta sumar og sjö fyrir þarnæsta sumar en þær munu leysa Boeing 757-þoturnar af hólmi. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þessar fyrstu sjö Airbus-þotur vera allar leiguþotur af gerðinni A321 LR. Icelandair hefur jafnframt gert samning um kaup og kauprétt á allt að 25 Airbus A321 XLR-þotum og verða þær fyrstu afhentar árið 2029. En þá vaknar sú spurning: Verður Boeing 767-breiðþotunum einnig skipt út? Ein af Boeing 767-breiðþotum Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð. Verður þeim skipt út fyrir Airbus-breiðþotur?Arnar Halldórsson Icelandair rekur núna þrjár slíkar farþegaþotur og eina fraktþotu. Boeing 767-breiðþotur henta vel í samrekstri með 757 þar sem flugmenn geta auðveldlega hoppað á milli tegundanna. Sama gildir hjá Airbus, eins og sást hjá Wow Air þegar það rak Airbus A330 breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum. Það virðist því vera rökrétt hjá Icelandair að skipta einnig yfir í Airbus-breiðþotur. WOW-air rak Airbus A330-breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson. Hluti af greiningarvinnu félagsins framundan verður þó að meta hvort áfram verði þörf á breiðþotum. „Við höfum tækifæri til þess að fara alveg yfir í Airbus-flota og það er ákveðinn einfaldleiki í því,“ segir Bogi Nils, forstjóri Icelandair, en segir það einnig góðan valkost að reka Boeing 737 MAX-þoturnar áfram. Ein af Boeing 737 MAX-þotum Icelandair. Félagið er núna með 21 MAX-þotu í flotanum,KMU „En við höfum líka tækifæri til þess að vera með MAX-vélarnar, sem hafa reynst okkur frábærlega og henta Icelandair mjög vel á austurströnd Bandaríkjanna og inn til Evrópu,“ segir Bogi ennfremur en nánar má heyra greiningu hans hér í frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við forstjórann Boga Nils Bogason og sýnt frá komu fyrstu Airbus-þotu Icelandair til Íslands þann 3. desember síðastliðinn. Icelandair stefnir að því að vera komið með fjórar Airbus-þotur fyrir næsta sumar og sjö fyrir þarnæsta sumar en þær munu leysa Boeing 757-þoturnar af hólmi. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þessar fyrstu sjö Airbus-þotur vera allar leiguþotur af gerðinni A321 LR. Icelandair hefur jafnframt gert samning um kaup og kauprétt á allt að 25 Airbus A321 XLR-þotum og verða þær fyrstu afhentar árið 2029. En þá vaknar sú spurning: Verður Boeing 767-breiðþotunum einnig skipt út? Ein af Boeing 767-breiðþotum Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð. Verður þeim skipt út fyrir Airbus-breiðþotur?Arnar Halldórsson Icelandair rekur núna þrjár slíkar farþegaþotur og eina fraktþotu. Boeing 767-breiðþotur henta vel í samrekstri með 757 þar sem flugmenn geta auðveldlega hoppað á milli tegundanna. Sama gildir hjá Airbus, eins og sást hjá Wow Air þegar það rak Airbus A330 breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum. Það virðist því vera rökrétt hjá Icelandair að skipta einnig yfir í Airbus-breiðþotur. WOW-air rak Airbus A330-breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson. Hluti af greiningarvinnu félagsins framundan verður þó að meta hvort áfram verði þörf á breiðþotum. „Við höfum tækifæri til þess að fara alveg yfir í Airbus-flota og það er ákveðinn einfaldleiki í því,“ segir Bogi Nils, forstjóri Icelandair, en segir það einnig góðan valkost að reka Boeing 737 MAX-þoturnar áfram. Ein af Boeing 737 MAX-þotum Icelandair. Félagið er núna með 21 MAX-þotu í flotanum,KMU „En við höfum líka tækifæri til þess að vera með MAX-vélarnar, sem hafa reynst okkur frábærlega og henta Icelandair mjög vel á austurströnd Bandaríkjanna og inn til Evrópu,“ segir Bogi ennfremur en nánar má heyra greiningu hans hér í frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07