Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2024 07:09 Stjórnvöld í Kasaskstan sjá um rannsókn á slysinu. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld vara við því að dregnar séu ályktanir um asersku farþegaflugvélina sem hrapaði í Kasakstan á jóladag. Í frétt BBC segir að einhverjir flugsérfræðingar hafi lagt til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum og í aserskum miðlum hefur verið sagt að rússneskt flugskeyti hafi skotið hana niður. Farþegaflugvélin var á vegum Azerbaijan Airlines og brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 67 um borð. 38 þeirra létu lífið en 29 lifðu slysið af. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs er talsvert utan leiðar. Í frétt BBC segir að áður en vélin hrapaði hafi verið búið að beina vélinni í aðra átt en hún upprunalega átti að fara, yfir Kaspíahafið, burt frá áfangastað sínum í Téténíu. Flugfélagið sagði þoku ástæðu þess að vélinni var beint í aðra átt. „Þetta er mikill harmleikur sem hefur orðið að mikilli sorg fyrir Asera,“ er haft eftir forseta landsins, Ilham Aliyev, í frétt BBC. Hann ávarpaði fólk sitt í gær en stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í gær vegna slyssins. „Það væri rangt að setja fram einhverjar ályktanir áður en rannsókn lýkur. Við munum auðvitað ekki gera það og enginn ætti að gera það. Við munum bíða þar til rannsókn lýkur,“ sagði Dmitrí Peskov talsmaður forseta Rússlands. Bíða eftir yfirlýsingu frá Rússum Saksóknari í Kasakstan segir enga niðurstöðu enn liggja fyrir í rannsókn þeirra á tildrögum slyssins. En einhverjir búast við því í Aserbajan samkvæmt frétt BBC að Rússar muni viðurkenna að hafa skotið vélina niður. Þar kemur fram að á nokkrum sjónvarpsstöðvum í landinu hafi sérfræðingur talið það líklegt. Tekið er fram í frétt BBC að um er að ræða miðla sem er stýrt af stjórnvöldum eða afar hlynntir þeim. Á einni vefsíðunni, sem einnig er talin hlynnt aserskum stjórnvöldum, Caliber, kemur fram að þau telji ekki að vélin hafi verið skotin niður viljandi og að þau búist við afsökunarbeiðni frá Rússum. Þjóðarsorg var lýst yfir í Aserbajan í gær. Aðstandendur minntust þeirra sem létust í slysinu.Vísir/EPA Allar mögulegar tilgátur til skoðunar Fram kemur í frétt BBC að þegar þau hafi leitað viðbragða hjá saksóknara í Baku, höfuðborg Aserbajan, hafi þau fengið þau svör að allar mögulegar tilgátur séu til rannsóknar. Þá kemur einnig fram í frétt BBC að þau telji ólíklegt að Aserar muni kenna Rússum um án þess að Rússar viðurkenni að hafa skotið hana niður. Að rannsóknarnefndin hafi þegar sannanir fyrir því að Rússar hafi skotið hana niður en séu að bíða eftir því að Rússar lýsi yfir ábyrgð. Farþegi sem lifði ferðina af sagði í viðtali að flugmaðurinn hefði tvisvar reynt að lenda í þykkri þoku yfir Grosní og að þegar hann hafi reynt það í þriðja sinn „hafi eitthvað sprungið“. Flugvélinni var svo að enda lent á Aktau flugvelli í um 450 kílómetra fjarlægð. Í myndböndum af lendingunni má sjá að það kviknar í henni við lendingu. Yfirvöld í Kasakstan sjá um rannsóknina og eru samkvæmt frétt BBC með svartan kassa vélarinnar. Stjórnvöld í Rússlandi sögðu eftir slysið líklegast að flugvélin hefði flogið á hóp fugla. Vélin hrapaði á jóladag. 38 lifðu slysið af.Vísir/EPA Flugvélin var framleidd af Emraer sem er brasilískt fyrirtæki. Samkvæmt frétt BBC eru vélarnar taldar nokkuð öruggar. Skrásetning þeirra um öryggi sé sterk. Flugvélin var síðast skoðuð í október án nokkurra bilana. Farþegarnir í vélinni voru flestir aserskir en einnig frá Rússlandi, Kasakstan og Kirgistan. Kasakstan Aserbaídsjan Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Farþegaflugvélin var á vegum Azerbaijan Airlines og brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 67 um borð. 38 þeirra létu lífið en 29 lifðu slysið af. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs er talsvert utan leiðar. Í frétt BBC segir að áður en vélin hrapaði hafi verið búið að beina vélinni í aðra átt en hún upprunalega átti að fara, yfir Kaspíahafið, burt frá áfangastað sínum í Téténíu. Flugfélagið sagði þoku ástæðu þess að vélinni var beint í aðra átt. „Þetta er mikill harmleikur sem hefur orðið að mikilli sorg fyrir Asera,“ er haft eftir forseta landsins, Ilham Aliyev, í frétt BBC. Hann ávarpaði fólk sitt í gær en stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í gær vegna slyssins. „Það væri rangt að setja fram einhverjar ályktanir áður en rannsókn lýkur. Við munum auðvitað ekki gera það og enginn ætti að gera það. Við munum bíða þar til rannsókn lýkur,“ sagði Dmitrí Peskov talsmaður forseta Rússlands. Bíða eftir yfirlýsingu frá Rússum Saksóknari í Kasakstan segir enga niðurstöðu enn liggja fyrir í rannsókn þeirra á tildrögum slyssins. En einhverjir búast við því í Aserbajan samkvæmt frétt BBC að Rússar muni viðurkenna að hafa skotið vélina niður. Þar kemur fram að á nokkrum sjónvarpsstöðvum í landinu hafi sérfræðingur talið það líklegt. Tekið er fram í frétt BBC að um er að ræða miðla sem er stýrt af stjórnvöldum eða afar hlynntir þeim. Á einni vefsíðunni, sem einnig er talin hlynnt aserskum stjórnvöldum, Caliber, kemur fram að þau telji ekki að vélin hafi verið skotin niður viljandi og að þau búist við afsökunarbeiðni frá Rússum. Þjóðarsorg var lýst yfir í Aserbajan í gær. Aðstandendur minntust þeirra sem létust í slysinu.Vísir/EPA Allar mögulegar tilgátur til skoðunar Fram kemur í frétt BBC að þegar þau hafi leitað viðbragða hjá saksóknara í Baku, höfuðborg Aserbajan, hafi þau fengið þau svör að allar mögulegar tilgátur séu til rannsóknar. Þá kemur einnig fram í frétt BBC að þau telji ólíklegt að Aserar muni kenna Rússum um án þess að Rússar viðurkenni að hafa skotið hana niður. Að rannsóknarnefndin hafi þegar sannanir fyrir því að Rússar hafi skotið hana niður en séu að bíða eftir því að Rússar lýsi yfir ábyrgð. Farþegi sem lifði ferðina af sagði í viðtali að flugmaðurinn hefði tvisvar reynt að lenda í þykkri þoku yfir Grosní og að þegar hann hafi reynt það í þriðja sinn „hafi eitthvað sprungið“. Flugvélinni var svo að enda lent á Aktau flugvelli í um 450 kílómetra fjarlægð. Í myndböndum af lendingunni má sjá að það kviknar í henni við lendingu. Yfirvöld í Kasakstan sjá um rannsóknina og eru samkvæmt frétt BBC með svartan kassa vélarinnar. Stjórnvöld í Rússlandi sögðu eftir slysið líklegast að flugvélin hefði flogið á hóp fugla. Vélin hrapaði á jóladag. 38 lifðu slysið af.Vísir/EPA Flugvélin var framleidd af Emraer sem er brasilískt fyrirtæki. Samkvæmt frétt BBC eru vélarnar taldar nokkuð öruggar. Skrásetning þeirra um öryggi sé sterk. Flugvélin var síðast skoðuð í október án nokkurra bilana. Farþegarnir í vélinni voru flestir aserskir en einnig frá Rússlandi, Kasakstan og Kirgistan.
Kasakstan Aserbaídsjan Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52