Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 06:56 Vélinni var nauðlent og eftir það klessti hún svo á vegg við enda flugvallarins. Vísir/EPA Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. Í frétt Guardian segir að stjórnvöld hafi einnig ákveðið að allar Boeing 737-800s vélar landsins yrðu skoðaðar. Alls eru samkvæmt frétt Guardian 101 slík vél í notkun í landinu í innanlandsflugi. Fram kemur í fréttinni að til greina komi að bandarískir rannsakendur komi að rannsókninni, sem og fulltrúar frá Boeing. Tveir flugþjónar lifðu slysið af.Vísir/EPA Sjö daga þjóðarsorg er í Suður-Kóreu vegna slyssins. Áætlað er að Choi fljúgi til Muan, þar sem vélin fórst, í dag til að vera viðstaddur minningarstund. Búið er að bera kennsla á 141 af þeim 179 sem létust í slysinu með erfðaefni eða fingraförum. Fjölskyldur fórnarlamba hafa komið sér fyrir á flugvellinum. Svartir kassar fundnir Rannsakendur frá bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum reyna nú að komast að því hvað varð til þess að vélin fórst. Í fyrst var talið að hún hefði flogið inn í stóran fuglahóp en enn er mörgum spurningum ósvarað. Báðir svartir kassar vélarinnar hafa fundist og eru hluti af rannsókninni. Önnur vél flugfélagsins, Jeju Airlines, lenti í vanda með lendingarbúnað og þurfti að snúa aftur til Seúl stuttu eftir flugtak. Talsmaður flugfélagsins sagði þau meðvituð um atvikið og að það væri í skoðun. Í frétt Guardian segir að sérfræðingar sem hafi skoðað myndbönd slysinu, þar sem má sjá vélin nauðlenda, og lenda svo á vegg, hafa einnig spurt um hönnun flugvallarins og gagnrýnt að veggur hafi verið byggður við enda vallarins. Myndbandið má sjá hér. Fjöldi minnist þeirra 179 sem létust í slysinu.Vísir/EPA Votta samúð Leiðtogar viða um heim hafa vottað samúð sína vegna slyssins. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði Bandaríkin veita alla þá aðstoð sem þau gætu þurft og forseti Kína, Xi Jinping, og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, vottuðu samúð sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands sagði á samfélagsmiðlinum X að hugur hennar væri hjá fórnarlömbum slyssins. „Það hryggir mig að heyra af mannskæða flugslysinu í Suður-Kóreu. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Þorgerður Katrín. Suður-Kórea Fréttir af flugi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Í frétt Guardian segir að stjórnvöld hafi einnig ákveðið að allar Boeing 737-800s vélar landsins yrðu skoðaðar. Alls eru samkvæmt frétt Guardian 101 slík vél í notkun í landinu í innanlandsflugi. Fram kemur í fréttinni að til greina komi að bandarískir rannsakendur komi að rannsókninni, sem og fulltrúar frá Boeing. Tveir flugþjónar lifðu slysið af.Vísir/EPA Sjö daga þjóðarsorg er í Suður-Kóreu vegna slyssins. Áætlað er að Choi fljúgi til Muan, þar sem vélin fórst, í dag til að vera viðstaddur minningarstund. Búið er að bera kennsla á 141 af þeim 179 sem létust í slysinu með erfðaefni eða fingraförum. Fjölskyldur fórnarlamba hafa komið sér fyrir á flugvellinum. Svartir kassar fundnir Rannsakendur frá bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum reyna nú að komast að því hvað varð til þess að vélin fórst. Í fyrst var talið að hún hefði flogið inn í stóran fuglahóp en enn er mörgum spurningum ósvarað. Báðir svartir kassar vélarinnar hafa fundist og eru hluti af rannsókninni. Önnur vél flugfélagsins, Jeju Airlines, lenti í vanda með lendingarbúnað og þurfti að snúa aftur til Seúl stuttu eftir flugtak. Talsmaður flugfélagsins sagði þau meðvituð um atvikið og að það væri í skoðun. Í frétt Guardian segir að sérfræðingar sem hafi skoðað myndbönd slysinu, þar sem má sjá vélin nauðlenda, og lenda svo á vegg, hafa einnig spurt um hönnun flugvallarins og gagnrýnt að veggur hafi verið byggður við enda vallarins. Myndbandið má sjá hér. Fjöldi minnist þeirra 179 sem létust í slysinu.Vísir/EPA Votta samúð Leiðtogar viða um heim hafa vottað samúð sína vegna slyssins. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði Bandaríkin veita alla þá aðstoð sem þau gætu þurft og forseti Kína, Xi Jinping, og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, vottuðu samúð sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands sagði á samfélagsmiðlinum X að hugur hennar væri hjá fórnarlömbum slyssins. „Það hryggir mig að heyra af mannskæða flugslysinu í Suður-Kóreu. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Þorgerður Katrín.
Suður-Kórea Fréttir af flugi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira