Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Kane vísar gagn­rýni gömlu kallanna til föður­húsanna

Gagnrýni á frammistöðu enska landsliðsins kemur úr ýmsum áttum þessa dagana en gamlar kempur úr liðinu láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Harry Kane, fyrirliði liðsins, hefur fengið sig fullsaddan af óvarlegu orðfæri manna eins og Gary Lineker og sendi pílu til baka.

Fótbolti
Fréttamynd

„Loksins dettur eitt­hvað með okkur“

KA vann lífsnauðsynlegan 3-2 sigur á Fram í kvöld og lyfti sér það með upp af botni Bestu deildarinnar um stund í það minnsta. Daníel Hafsteinsson var hetja KA en hann skoraði bæði jöfnunarmark liðsins og svo sigurmarkið í uppbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjálfs­markið er langmarka­hæst á EM

Þrátt fyrir að alþjóðlegir leikmenn beri oft nöfn sem hljóma undarlega í íslensk eyru, Engin í markinu sennilega þar frægastur, er auðvitað ekki leikmaður á EM í ár sem heitir Sjálfsmark.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn eitt EM-metið til Ronaldo

Hinn 39 ára Cristiano er að leika á lokakeppni Evrópumótsins í fimmta sinn á ferlinum en hann er eini leikmaðurinn sem hefur farið svo oft á EM. Hann fór á sitt fyrsta lokamót með portúgalska landsliðinu 2004 og hefur síðan þá sankað að sér ýmsum metum.

Fótbolti