Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Conte snýr ekki aftur til vinnu fyrr en hann hefur náð fullum bata

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag. Hann verður frá vinnu þar til hann hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð úr honum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vika gaslýsingar hjá FIFA

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sakað um allsherjar gaslýsingartilburði með sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa hjá sambandinu. Ráðningin kemur upp samhliða nýjum samningum við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin.

Fótbolti
Fréttamynd

Einvígi risa sem raknað hafa úr rotinu

Barcelona og Manchester United hafa marga spennandi hildi háð í gegnum tíðina. Í dag mætast liðin hins vegar í Evrópudeildinni í fyrsta sinn, þrátt fyrir uppgang beggja í vetur undir stjórn nýrra þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórsigur hjá Real Madrid

Real Madrid vann 4-0 sigur á Elche í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkar Real forskot Barcelona á toppnum í átta stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu fyrstu mörk Ólafar fyrir Ísland

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sínum fyrsta A-landsleik en þessi 19 ára framherji skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Skotlandi á Spáni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Karólína Lea: Það var ömurlegt

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er mætt á ný í íslenska kvennalandsliðið og mun í dag spila sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu síðan á Evrópumótinu síðasta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

FH-ingar fá Kjartan Kára frá Noregi og Finna frá Ítalíu

FH-ingar hafa fengið tvöfaldan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu-deild karla í fótbolta. Liðið fær annars vegar Kjartan Kára Halldórsson á láni frá Haugesund í Noregi og hins vegar finnska unglingalandsliðsmanninn Eetu Mömmö frá ítalska félaginu Lecce.

Fótbolti
Fréttamynd

Jói Berg og félagar björguðu stigi í uppbótartíma

Jóhann Breg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stiginu er liðið tók á móti Watford í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1, en heimamenn jöfnuðu metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Fótbolti