Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2024 09:00 Eiður Gauti Sæbjörnsson, nýjasti leikmaður KR. Vísir/Bjarni Eiður Gauti Sæbjörnsson er nafn sem fáir knattspyrnuunnendur könnuðust við áður en hann hóf að leika fyrir HK í Bestu deildinni í sumar. Það er ekki furða enda hefur sá leikið fyrir Ými í 3. og 4. deild allan sinn feril. Nýlega færði Eiður sig um set og er nýjasti leikmaður KR. Eiður spilaði örfáa leiki fyrir HK í næst efstu deild sem ungur maður en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því orðinn leikmaður venslaliðsins Ýmis í 4. deildinni árið 2019, þegar hann var tvítugur. Eiður hafði skorað 79 mörk í 60 deildarleikjum fyrir Ými þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hafði samband í sumar, en það var ekki í fyrsta sinn. „Ómar hafði hringt í mig einu sinni eða tvisvar áður. Ég hef ekki verið klár í slaginn, bæði út af skóla og vinnu og ég vildi ekki vera bundinn niður heilt tímabil. Að geta gert lítið. Svo kom þetta símtal í sumar og ég hugsaði að þetta væri síðasti séns að láta vaða,“ „Ég hugsaði þá bara fokk it og sé alls ekki eftir því. Það var aldrei það að ég vissi ekki að ég gæti spilað ofar, en það voru aðrir þættir sem héldu mér frá því að gera það. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að sjö, átta mánuðum væri maður að spila fyrir KR. Þetta hefur farið langt fram úr mínum væntingum“ segir Eiður Gauti í samtali við íþróttadeild. Leikur við KR sem breytti hugarfarinu Eiður stimplaði sig inn af krafti og skoraði meðal annars tvö mörk í fræknum 3-2 sigri á KR í Kórnum. „Það náttúrulega skemmir ekki fyrir að eiga svona öflugan leik á móti svona liði sem svo endar á að sækja mann. Það er bara stór plús. Þetta var kannski leikurinn sem breytti hugarfarinu mínu varðandi fótbolta, að vilja gera þetta alla leið. Tilfinningin eftir að skora tvö og vinna KR er góð. Þetta er tilfinning sem maður vonast til að sækja aftur,“ segir Eiður Gauti. Rútínan breytist Eiður hefur í nægu að snúast sem starfsmaður Arion banka en ljóst er að rútínan breytist aðeins frá því sem hann er vanur hjá Ými samhliða bankastörfunum undanfarin ár. „Sem betur fer er ég með góðan vinnuveitenda sem skilur vel hvernig þessi bransi virkar. Ég fæ leyfi til þess að mæta á æfingar í hádeginu og vinn svo bara lengur. Það er ekkert mál og bara vel tekið í það. Hann lengist aðeins, en í raun er þetta alveg það sama, æfing í hádeginu og vinna lengur í staðinn fyrir að fara á æfingu seinni partinn. Þetta er sitthvor hliðin á sama teningnum,“ segir Eiður Gauti. Fetar í fótspor föður síns og er kominn heim Þónokkur lið settu sig í samband við Eið Gauta eftir tímabilið en KR varð að endingu fyrir valinu. Faðir Eiðs, Sæbjörn Guðmundsson sem lék með KR á níunda áratugnum, fagnaði því mjög. Sæbjörn Guðmundsson, faðir Eiðs Gauta, er hér vinstra megin við Pétur Pétursson sem heldur á Reykjavíkurmótsbikarnum 1989.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið „Hann vildi ekki setja neina pressu á mig. Hann sýndi það ekki, en ég veit að hann var mjög spenntur inni í sér,“ segir Eiður um viðbrögð föður síns. „Það skemmir ekki fyrir að fjölskyldan mín eru allir KR-ingar. Ég ólst upp við að vera KR-ingur í rauninni. Þó ég hafi aldrei spilað fyrir KR líður mér smá eins og ég sé að koma heim,“ bætir hann við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Eið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Fór úr 3. deild í KR á örfáum mánuðum KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Eiður spilaði örfáa leiki fyrir HK í næst efstu deild sem ungur maður en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því orðinn leikmaður venslaliðsins Ýmis í 4. deildinni árið 2019, þegar hann var tvítugur. Eiður hafði skorað 79 mörk í 60 deildarleikjum fyrir Ými þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hafði samband í sumar, en það var ekki í fyrsta sinn. „Ómar hafði hringt í mig einu sinni eða tvisvar áður. Ég hef ekki verið klár í slaginn, bæði út af skóla og vinnu og ég vildi ekki vera bundinn niður heilt tímabil. Að geta gert lítið. Svo kom þetta símtal í sumar og ég hugsaði að þetta væri síðasti séns að láta vaða,“ „Ég hugsaði þá bara fokk it og sé alls ekki eftir því. Það var aldrei það að ég vissi ekki að ég gæti spilað ofar, en það voru aðrir þættir sem héldu mér frá því að gera það. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að sjö, átta mánuðum væri maður að spila fyrir KR. Þetta hefur farið langt fram úr mínum væntingum“ segir Eiður Gauti í samtali við íþróttadeild. Leikur við KR sem breytti hugarfarinu Eiður stimplaði sig inn af krafti og skoraði meðal annars tvö mörk í fræknum 3-2 sigri á KR í Kórnum. „Það náttúrulega skemmir ekki fyrir að eiga svona öflugan leik á móti svona liði sem svo endar á að sækja mann. Það er bara stór plús. Þetta var kannski leikurinn sem breytti hugarfarinu mínu varðandi fótbolta, að vilja gera þetta alla leið. Tilfinningin eftir að skora tvö og vinna KR er góð. Þetta er tilfinning sem maður vonast til að sækja aftur,“ segir Eiður Gauti. Rútínan breytist Eiður hefur í nægu að snúast sem starfsmaður Arion banka en ljóst er að rútínan breytist aðeins frá því sem hann er vanur hjá Ými samhliða bankastörfunum undanfarin ár. „Sem betur fer er ég með góðan vinnuveitenda sem skilur vel hvernig þessi bransi virkar. Ég fæ leyfi til þess að mæta á æfingar í hádeginu og vinn svo bara lengur. Það er ekkert mál og bara vel tekið í það. Hann lengist aðeins, en í raun er þetta alveg það sama, æfing í hádeginu og vinna lengur í staðinn fyrir að fara á æfingu seinni partinn. Þetta er sitthvor hliðin á sama teningnum,“ segir Eiður Gauti. Fetar í fótspor föður síns og er kominn heim Þónokkur lið settu sig í samband við Eið Gauta eftir tímabilið en KR varð að endingu fyrir valinu. Faðir Eiðs, Sæbjörn Guðmundsson sem lék með KR á níunda áratugnum, fagnaði því mjög. Sæbjörn Guðmundsson, faðir Eiðs Gauta, er hér vinstra megin við Pétur Pétursson sem heldur á Reykjavíkurmótsbikarnum 1989.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið „Hann vildi ekki setja neina pressu á mig. Hann sýndi það ekki, en ég veit að hann var mjög spenntur inni í sér,“ segir Eiður um viðbrögð föður síns. „Það skemmir ekki fyrir að fjölskyldan mín eru allir KR-ingar. Ég ólst upp við að vera KR-ingur í rauninni. Þó ég hafi aldrei spilað fyrir KR líður mér smá eins og ég sé að koma heim,“ bætir hann við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Eið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Fór úr 3. deild í KR á örfáum mánuðum
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira