Enski boltinn

Michail Antonio lenti í al­var­legu bíl­slysi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Michail Antonio er leikmaður West Ham og jamaíska landsliðsins.
Michail Antonio er leikmaður West Ham og jamaíska landsliðsins. West Ham United FC/West Ham United FC via Getty Images

Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, lenti í alvarlegu bílslysi en ástand hans er nú talið stöðugt. Antonio er með meðvitund og tjáir sig með tali en grannt er fylgst með líðan hans.

Slysið átti sér stað í Essex í Lundúnum. West Ham tilkynnti um málið og uppfærði svo þegar frekari fregnir bárust af ástandi hans. 

Antonio er 34 ára gamall og hefur verið lykilmaður hjá West Ham síðustu tímabil. Hann hefur einnig tekið þátt í tuttugu landsleikjum fyrir Jamaíku, flesta þeirra spilaði hann undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Fleiri félög á Englandi hafa sent honum hughlýjar kveðjur og óskað góðs bata.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd af illa förnum bíl hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlinum X og er bifreiðin sögð vera sú sem Antonio keyrði, en það hefur hvergi verið staðfest. 

West Ham á næst leik á mánudag gegn Wolverhampton Wanderers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×