Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Úrslitaleikur í næstu viku á okkar heimavelli“

Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð brattur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að framundan sé úrslitaleikur á þeirra eigin heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt undir í seinni leiknum eftir jafntefli í Madríd

Real Madrid og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í undanúrslitum keppninnar, en í fyrra fór Real Madrid áfram á dramatískan hátt.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“

Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ítalskur níð­söngur á Hlíðar­enda

Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú.

Körfubolti
Fréttamynd

Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við

Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn.

Fótbolti