Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:51 Arnór er kominn í heiðbláa treyju Malmö. Mynd/Malmö FF Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti. Sænski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti.
Sænski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira