Hvorugt liðið vildi taka áhættu í upphafi leiks og staðan því markalaus að fyrri hálfleik loknum. Heimamenn vissu hins vegar að þeir þyrftu sigur til að komast áfram og hann sóttu þeir. Ivan Perišić kom PSV yfir en Timothy Weah jafnaði metin fyrir Juventus.
Ismael Saibari kom PSV 2-1 yfir á 74. mínútu og þannig var staðan þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar sem staðan var 3-3 samanlagt þurfti að framlengja og þar reyndist heimaliðið sterkari aðilinn.
Ryan Flamingo skoraði á 98. mínútu og reyndist það sigurmark einvígisins. PSV vinnur samanlagt 4-3 og mætir Arsenal eða Inter Milan.