Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Versti leikur okkar á leiktíðinni“

Arsenal þurfti að þola annað tap sitt í röð í ensku úrvalsdeildinni er Fulham vann 2-1 sigur á liðinu á Craven Cottage í dag. Knattspyrnustjóri Arsenal segir leikinn hafa verið afar slakan af hálfu hans manna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Oliver heim á Skagann

Skagamenn fengu nýársgjöf í dag þegar tilkynnt var um heimkomu Olivers Stefánssonar frá Breiðabliki. Oliver mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

86 milljón punda væng­maðurinn sem skorar hvorki né leggur upp

Sóknarvandræði Manchester United virðast engan enda ætla að taka en liðið virkaði mjög bitlaust fram á við í tapleik gegn Nottingham Forest í gær. Sá leikmaður sem hefur verið hvað harðast gagnrýndur er Antony en hann hefur hvorki skorað né lagt upp mark á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Reiði og hatur eru oft góð orka“

Arnar Gunnlaugsson leyfði leikmönnum sínum ekki að fara heldur lét þá horfa á Blika taka á móti og fagna Íslandsmeistaraskildinum, á Kópavogsvelli fyrir rúmu ári síðan. Þannig vildi hann skapa hvatningu fyrir Víkinga sem í ár urðu svo Íslandsmeistarar með yfirburðum og einnig bikarmeistarar.

Íslenski boltinn