Íslenski boltinn

Styrktar­aðilar endur­semja við ÍTF

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, handsalar samninginn við Kristján Bergmann Sigurbjörnsson framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Hertz.
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, handsalar samninginn við Kristján Bergmann Sigurbjörnsson framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Hertz. mynd/ítf

Fótboltasumarið er handan við hornið og Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gengið frá samningum við sína helstu styrktaraðila.

Unbroken, Steyptustöðin og Lengjan hafa verið með frá stofnun Bestu deildarinnar og hafa endursamið við ÍTF. Hertz kemur svo inn sem nýr styrktaraðili til næstu þriggja ára.

„Við erum gríðarlega ánægð að geta haldið áfram að vinna með þessu flottu fyrirtækjum. Við erum þeim verulega þakklát að hafa tekið slaginn með okkur,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF.

Besta deild karla hefst þann 5. apríl næstkomandi með leik meistara Breiðabliks og nýliða Aftureldingar.

Besta deild kvenna hefst síðan þann 15. apríl með tveimur leikjum. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni en Fram sækir Þrótt heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×