Þvertekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari Sancheev Manoharan, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund og núverandi aðalþjálfari liðsins, þvertekur fyrir fullyrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum. Fótbolti 31. maí 2024 10:52
„Ég hef mjög gaman af því að æsa Arnar upp“ Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur gaman af því að æsa Arnar Gunnlaugsson upp en þeir eru fínir félagar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í upphitun fyrir leik Breiðabliks og Víkings á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 31. maí 2024 10:31
Leikmannsamtökin hóta verkfalli Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPro og PFA segjast vera tilbúin að fara í verkfall vegna áhyggjum þeirra um ofhlaðna leikjadagskrá bestu leikmanna heims. Fótbolti 31. maí 2024 09:01
Sjáðu Víkinga ná stigi í uppbótatíma og Valsmenn leika sér að Stjörnunni Valsmenn minnkuðu forskot Blika í öðru sætinu en Blikum tókst ekki að minnka forskot Víkinga á toppnum þegar tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Nú má sjá mörkin úr leikjunum á Vísi. Íslenski boltinn 31. maí 2024 08:00
Þróttarar langöflugastir í sölu á varningi og veitingum Ekkert fótboltafélag á Íslandi stendur Þrótti framar þegar kemur að því að selja varning og veitingar. Íslenski boltinn 30. maí 2024 23:30
„Óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli“ „Ég er bara mjög stoltur af frammistöðunni og því sem menn lögðu í leikinn,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Víkingum í kvöld. Fótbolti 30. maí 2024 22:59
„Ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í toppslag Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 30. maí 2024 22:49
„Svekkjandi, en myndi ekki segja að þetta séu vonbrigði“ „Þetta er svekkjandi, en ég myndi ekki segja að þetta séu vonbrigði,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Víkingum í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Fótbolti 30. maí 2024 22:17
Fram og Grótta jöfn á toppnum Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í dag. Grótta gerði góða ferð í Breiðholtið, HK kom til baka gegn Fram og ÍBV náði í sitt fyrsta stig. Íslenski boltinn 30. maí 2024 21:46
„Búið að sitja aðeins í manni“ Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Valsarar kjöldrógu Garðbæinga í fyrri stórleik dagsins. Vísir ræddi við Tryggva eftir leik sem hafði þetta að segja um sína frammistöðu. Íslenski boltinn 30. maí 2024 21:14
Fannst aðstoðarmaðurinn vinna gegn sér: „Tilfinning á móti tilfinningu“ Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tjáð sig í fyrsta sinn um ástæðu þess að hann hætti sem þjálfari Haugesund í Noregi. Honum fannst aðstoðarmaður sinn hjá liðinu vinna gegn sér. Fótbolti 30. maí 2024 21:01
„Förum ekki að vorkenna okkur“ Stjarnan fékk vænan skell á Hlíðarenda í dag er liðið mætti Val. Leiknum lauk með 5-1 sigri Valsara. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og við var að búast ósáttur við frammistöðu sinna mann í dag. Íslenski boltinn 30. maí 2024 20:52
„Gott að fá sjálfstraust“ Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. Íslenski boltinn 30. maí 2024 20:37
Uppgjör: Valur - Stjarnan 5-1 | Magalending Stjörnunnar á Hlíðarenda Valur tók á móti Stjörnunni í fyrri stórleik dagsins í Bestu deild karla. Fyrir fram mátti búast við hörkuleik þar sem Valur sat í þriðja sætinu en hafa ekki verið sannfærandi uppá síðkastið. Stjarnan aftur á móti koma til leiks eftir að hafa kjöldregið KA í síðustu umferð. Íslenski boltinn 30. maí 2024 20:30
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. Íslenski boltinn 30. maí 2024 19:30
Red Bull ryður sér til rúms í enska boltanum Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull hefur gengið frá minnihlutakaupum í enska knattspyrnufélaginu Leeds United. Nafn og einkennismerki félagsins mun þó haldast óbreytt. Enski boltinn 30. maí 2024 15:45
Breyta deildabikarnum til að létta á leikjaálagi bestu liðanna Töluverðar breytingar verða gerðar á enska deildabikarnum á næsta tímabili til að reyna að létta á leikjaálagi bestu liðanna. Enski boltinn 30. maí 2024 14:31
Lið Ásdísar breytir um nafn Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir er nú stödd í verkefni með íslenska kvennalandsliðinu en á sama tíma berast stórar fréttir af félagi hennar í Noregi. Fótbolti 30. maí 2024 14:01
Systkinin sömdu bæði við Skagaliðið Systkinin Sunna Rún Sigurðardóttir og Ingi Þór Sigurðsson hafa bæði skrifað undir nýjan samning við ÍA en báðir samningarnir gilda út leiktíðina 2026. Íslenski boltinn 30. maí 2024 13:30
Breiðablik-Víkingur: Rígurinn sem reisti deildina upp frá dauðum Breiðablik og Víkingur mætast á Kópavogsvelli í kvöld. Liðin hafa undanfarin tímabil háð einhverja hatrömmustu baráttu sem sést hefur í íslenskum fótbolta. Baráttu sem skilur eftir sig ótal mörg eftirminnileg atvik og einskorðast alls ekki við þjálfarana. Íslenski boltinn 30. maí 2024 13:01
„Annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar“ Leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta voru spurðar út í fjarveru liðsfélaga sinna þegar vængbrotið landslið þeirra kom saman í gær. Fótbolti 30. maí 2024 10:30
Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. Fótbolti 30. maí 2024 10:00
Átján Íslandsmeistaratitlar á Hlíðarenda á átta árum Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum. Körfubolti 30. maí 2024 09:31
Breyting á landsliðshópnum degi fyrir leik Vegna meiðsla hefur Ásdís Karen Halldórsdóttir þurft að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem á framundan tvo mikilvæga leiki gegn Austurríki. Fótbolti 30. maí 2024 09:18
Langaði meira að spila fyrir Ísland en fyrir Danmörku Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum en framundan eru tveir leikir hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Austurríki í undankeppni EM í Sviss sem fer fram sumarið 2025. Fótbolti 30. maí 2024 09:00
Fyrsti Evróputitil grísks félagsliðs Olympiacos vann Fiorentina á dramatískan hátt, 1-0, í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn fór fram í Aþenu. Fótbolti 29. maí 2024 22:27
Valgeir Lunddal skoraði í tapi Häcken Mark Valgeirs Lunddals Friðrikssonar dugði skammt fyrir Häcken þegar liðið tapaði fyrir Mjällby, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 29. maí 2024 19:19
Í beinni: Olympiakos - Fiorentina | Úrslitaleikur í Aþenu Olympiakos og Fiorentina keppa um Sambandsdeildartitilinn í fótbolta í Aþenu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti 29. maí 2024 18:30
Aron Einar beygði af í kveðjumyndbandi frá Al Arabi Aron Einar Gunnarsson er á förum frá Al Arabi í Katar. Félagið greindi frá þessu í dag. Fótbolti 29. maí 2024 17:50
Samkeppnin eykst hjá Hákoni um markmannstöðu Brentford Brentford hefur gengið frá samningi við undir 19 ára landsliðs markvörð Bandaríkjanna, Julian Eyestone. Hann mun veita Hákoni Rafni Valdimarssyni samkeppni um stöðuna. Enski boltinn 29. maí 2024 16:32