Fótbolti

EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína

Aron Guðmundsson skrifar
Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson, íþróttafréttamenn Sýnar fóru yfir málefni líðandi stundar á EM í Sviss í dag.
Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson, íþróttafréttamenn Sýnar fóru yfir málefni líðandi stundar á EM í Sviss í dag.

EM í dag heilsar frá Thun í Sviss þegar nú dregur nær næsta leik Ísland á EM. Næsta leik, djörf hugmynd í stað borgarlínu, heimsókn forseta og rifrildi við morgunverðarborðið bar á góma hjá þeim Aroni Guðmundssyni og Sindra Sverrissyni í dag. 

Ísland mætir heimakonum í svissneska landsliðinu í öðrum leik liðanna á EM í Sviss í Bern á sunnudaginn kemur. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum á mótinu og því komandi leikur afar mikilvægur og gæti ráðið úrslitum varðandi áframhaldandi þátttöku liðanna á mótinu. 

Aron og Sindri fara yfir allt það helsta tengt þátttöku liðsins á mótinu til þessa, fara yfir það hvort heimsókn forseta hitti í mark, Sindri er svo með djafa hugmynd sem myndi kollvarpa skipulagi í Reykjavík.

Allt þetta og meira til í EM í dag hér fyrir neðan: 

Klippa: EM í dag: Fjórði þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×