Fótbolti

Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Már Kjartansson í leik á móti Valsmönnum í Bestu deild karla í sumar.
Kjartan Már Kjartansson í leik á móti Valsmönnum í Bestu deild karla í sumar. Vísir/Pawel

Stjörnumaðurinn Kjartan Már Kjartansson er nýjasti atvinnumaður okkar Íslendinga í fótboltanum en hann er á leiðinni til fornfrægs liðs í skosku úrvalsdeildinni.

Stjarnan hefur samþykkt tilboð frá skoska úrvalsdeildarliðinu Aberdeen FC í Kjartan Má. Kjartan er tólfti leikmaðurinn sem Garðabæjarfélagið selur á innan við fimm árum.

Kjartan Már er uppalinn Stjörnumaður og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins.

„Það er frábært að Kjartan skuli taka skrefið erlendis en það hefur verið mikill áhugi á honum víða. Við erum sannfærð um að þetta skref sé ákaflega spennandi og henti Kjartani vel enda taka við honum aðilar sem við treystum vel þar sem Jimmy Thelin fyrrum þjálfari Elfsborg er við stjórnvölinn og Eric Edman er í hlutverki njósnara en hann hefur fylgst lengi með Stjörnunni og leikmönnum félagsins,“ sagði Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar á miðlum Stjörnunnar.

Helgi Hrannarr segist ánægður með hversu vel gekk hjá félaginu að ná samkomulagi við skoska úrvalsdeildarfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×