Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 13:46 Cecilía Rán Rúnarsdóttir kallar skipanir í leiknum við Finna í gær. Getty/Noemi Llamas „Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss. Ólafur ræddi við Sýn á æfingasvæði íslenska landsliðsins í morgun áður en hann fór að segja markvörðum íslenska liðsins til á æfingu. Nú þurfa leikmenn að hrista af sér vonbrigðin eftir 1-0 tapið gegn Finnum og finna leiðir til að leggja Sviss að velli á sunnudaginn, þar sem mikið kemur til með að mæða á Cecilíu. „Cecilía stóð sig mjög vel í gær. Hún var örugg í öllum sínum aðgerðum. Tók fyrirgjafir og varði þau skot sem hún þurfti að verja, og gat lítið gert við markinu miðað við það sem ég hef skoðað. Góð heildarframmistaða hjá henni,“ sagði Ólafur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ólafur sér um markverði Íslands Cecilía var valin besti markvörður Ítalíu í vetur og ein af fimm efnilegustu leikmönnunum á EM að mati ESPN. Hún verður brátt 22 ára og gæti því átt eftir að verja mark Íslands næsta áratuginn og mun lengur en það, en hvað gerir hana svona góða: „Hún er róleg og hefur mikla trú á sjálfri sér,“ segir Ólafur. „Hún er róleg, yfirveguð, veit hvað hún getur og undirbýr sig vel. Allt markvarðateymið er búið að undirbúa sig vel fyrir leiki, við skoðum fyrirgjafir og vítaspyrnur og annað, og reynum að vera eins vel undirbúin og við getum,“ segir Ólafur sem er einnig ánægður með hugarfar Cecilíu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær faðmlag eftir leikinn við Finna í gærkvöld, þar sem hún var besti leikmaður íslenska liðsins.vísir/Anton „Hún er léttklikkuð, eins og við markmenn erum oft. Gaman að henni. Við markmenn erum miklir húmoristar. Hún og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru mjög einbeittar. Það má ekki gleyma að þó við séum á stórmóti þá má brosa og hafa gaman. Hópurinn, bæði liðið og allt staffið, er mjög einbeitt í því sem við erum að gera. Við undirbúum allt mjög vel,“ sagði Ólafur en vildi svo sem ekki blanda sér mikið í einhverja umræðu um að myndbandagerð á samfélagsmiðlum trufli leikmenn: „Nei, en bara svo fólk viti það þá erum við hérna í langan tíma og það verður að vera gaman líka. Á sama tíma er mikil einbeiting í öllu sem við erum að gera.“ Eins og fyrr segir er Cecilía markvörður Inter og nú til frambúðar, eftir að félagið keypti hana frá Bayern München. „Gott hjá henni. Frábært skref. Hún var valin besti markvörðurinn á Ítalíu og það er bara gott að hún sé að spila. En það má ekki gleyma að þær eru þrjár í þessu teymi hérna og bæði Fanney [Inga Birkisdóttir] og Telma [Ívarsdóttir] styðja hana út í eitt. Rosalega flottar með henni og við vinnum ótrúlega vel saman. Þær eru allar að spila erlendis núna, Fanney í Svíþjóð og Telma í Skotlandi, og það er bara geggjað fyrir markmannsþjálfarann. Ég hef sagt við þær að ég myndi treysta hverri einustu þeirra til að spila hverja einustu mínútu á þessu móti. Þær geta allar spilað en okkar val er að láta Cessu spila núna,“ segir Ólafur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir með markvörslu í leiknum við Finna í gær.vísir/Anton Næsti leikur Íslands er á sunnudag gegn heimakonum og þann leik eins og aðra þarf Cecilía að undirbúa sérstaklega: „Við skoðum bara horn, aukaspyrnur, fyrirgjafir og slíkt. Eins ef það er einhver vinstri fótar maður sem þarf að minna sérstaklega á. Við skoðum vítin mjög vel og hún er með merkingar á brúsanum sínum um hvar hver og einn leikmaður er líklegastur til að taka sín víti. Svo reynum við bara að undirbúa andlega þáttinn og hjálpumst öll að.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Ólafur ræddi við Sýn á æfingasvæði íslenska landsliðsins í morgun áður en hann fór að segja markvörðum íslenska liðsins til á æfingu. Nú þurfa leikmenn að hrista af sér vonbrigðin eftir 1-0 tapið gegn Finnum og finna leiðir til að leggja Sviss að velli á sunnudaginn, þar sem mikið kemur til með að mæða á Cecilíu. „Cecilía stóð sig mjög vel í gær. Hún var örugg í öllum sínum aðgerðum. Tók fyrirgjafir og varði þau skot sem hún þurfti að verja, og gat lítið gert við markinu miðað við það sem ég hef skoðað. Góð heildarframmistaða hjá henni,“ sagði Ólafur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ólafur sér um markverði Íslands Cecilía var valin besti markvörður Ítalíu í vetur og ein af fimm efnilegustu leikmönnunum á EM að mati ESPN. Hún verður brátt 22 ára og gæti því átt eftir að verja mark Íslands næsta áratuginn og mun lengur en það, en hvað gerir hana svona góða: „Hún er róleg og hefur mikla trú á sjálfri sér,“ segir Ólafur. „Hún er róleg, yfirveguð, veit hvað hún getur og undirbýr sig vel. Allt markvarðateymið er búið að undirbúa sig vel fyrir leiki, við skoðum fyrirgjafir og vítaspyrnur og annað, og reynum að vera eins vel undirbúin og við getum,“ segir Ólafur sem er einnig ánægður með hugarfar Cecilíu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær faðmlag eftir leikinn við Finna í gærkvöld, þar sem hún var besti leikmaður íslenska liðsins.vísir/Anton „Hún er léttklikkuð, eins og við markmenn erum oft. Gaman að henni. Við markmenn erum miklir húmoristar. Hún og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru mjög einbeittar. Það má ekki gleyma að þó við séum á stórmóti þá má brosa og hafa gaman. Hópurinn, bæði liðið og allt staffið, er mjög einbeitt í því sem við erum að gera. Við undirbúum allt mjög vel,“ sagði Ólafur en vildi svo sem ekki blanda sér mikið í einhverja umræðu um að myndbandagerð á samfélagsmiðlum trufli leikmenn: „Nei, en bara svo fólk viti það þá erum við hérna í langan tíma og það verður að vera gaman líka. Á sama tíma er mikil einbeiting í öllu sem við erum að gera.“ Eins og fyrr segir er Cecilía markvörður Inter og nú til frambúðar, eftir að félagið keypti hana frá Bayern München. „Gott hjá henni. Frábært skref. Hún var valin besti markvörðurinn á Ítalíu og það er bara gott að hún sé að spila. En það má ekki gleyma að þær eru þrjár í þessu teymi hérna og bæði Fanney [Inga Birkisdóttir] og Telma [Ívarsdóttir] styðja hana út í eitt. Rosalega flottar með henni og við vinnum ótrúlega vel saman. Þær eru allar að spila erlendis núna, Fanney í Svíþjóð og Telma í Skotlandi, og það er bara geggjað fyrir markmannsþjálfarann. Ég hef sagt við þær að ég myndi treysta hverri einustu þeirra til að spila hverja einustu mínútu á þessu móti. Þær geta allar spilað en okkar val er að láta Cessu spila núna,“ segir Ólafur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir með markvörslu í leiknum við Finna í gær.vísir/Anton Næsti leikur Íslands er á sunnudag gegn heimakonum og þann leik eins og aðra þarf Cecilía að undirbúa sérstaklega: „Við skoðum bara horn, aukaspyrnur, fyrirgjafir og slíkt. Eins ef það er einhver vinstri fótar maður sem þarf að minna sérstaklega á. Við skoðum vítin mjög vel og hún er með merkingar á brúsanum sínum um hvar hver og einn leikmaður er líklegastur til að taka sín víti. Svo reynum við bara að undirbúa andlega þáttinn og hjálpumst öll að.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira