Þrír í enska hópnum voru í Nice: „Það var sjokk“ Þrír standa eftir úr leikmannahópi enska landsliðsins frá frægu tapi liðsins fyrir Íslandi í Nice á EM 2016. Aðrir muna vel eftir tapinu. Fótbolti 7. júní 2024 15:30
Chelsea vann kapphlaupið um Adarabioyo Enski varnarmaðurinn Tosin Adarabioyo er genginn í raðir Chelsea á frjálsri sölu frá Fulham. Enski boltinn 7. júní 2024 15:01
Sækja um leyfi fyrir einum leik í Grindavík Grindvíkingar hafa sótt um leyfi fyrir því að fá að spila einn leik á heimavelli sínum, Stakkavíkurvelli, í Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar. Fótbolti 7. júní 2024 14:31
„Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu“ Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Ísland fyrir troðfullum Wembley í Lundúnum. Fótbolti 7. júní 2024 14:00
Leikdagurinn: Ræður samherja og andstæðinga til að keyra út mat Leikdagurinn er nýr þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi. Fótbolti 7. júní 2024 13:31
Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina: „Hún ákvað að verða Messi“ Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna sem fram fer á morgun, laugardag. Íslenski boltinn 7. júní 2024 13:00
Púað á Walesverja eftir neyðarlegt jafntefli við eitt versta landslið heims Wales gerði markalaust jafntefli við Gíbraltar í vináttulandsleik á Algarve í gær. Fótbolti 7. júní 2024 12:45
„Hann hefur sýnt manni í sumar að hann er óreyndur“ Henry Birgir Gunnarsson og Atli Viðar Björnsson klóra sér í kollinum yfir óstöðugleikanum í liði Stjörnunnar í sumar. Íslenski boltinn 7. júní 2024 12:01
Kynntu Andra Lucas til leiks með dramatísku myndbandi Belgíska úrvalsdeildarliðið Gent hefur staðfest kaupin á Andra Lucasi Guðjohnsen frá Lyngby í Danmörku. Fótbolti 7. júní 2024 11:43
„Veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir“ Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, átti erfiðan dag í gær líkt og hann greinir frá við Stöð 2 Sport. Fótbolti 7. júní 2024 11:01
Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. Fótbolti 7. júní 2024 10:01
Segja að Lyngby hafi selt Andra Lucas til Gent fyrir metverð Tipsbladet í Danmörku greinir frá því að Lyngby hafi selt íslenska landsliðsframherjann Andra Lucas Guðjohnsen til Gent fyrir metverð. Fótbolti 7. júní 2024 09:30
„Af hverju er ekki peningur í HK? Það er allt fullt af milljónamæringum þarna í kring“ Henry Birgir Gunnarsson botnar ekkert í því af hverju HK hefur ekki meira fjárhagslegt bolmagn en raun ber vitni. Íslenski boltinn 7. júní 2024 09:00
Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. Fótbolti 7. júní 2024 08:00
Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. Fótbolti 7. júní 2024 07:01
Dagskráin í dag: Ísland gegn Englandi á Wembley og IceBox í Kaplakrika Það er fjörugur föstudagur framundan á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2. Íslenska landsliðið leikur við England á Wembley í opinni dagskrá. Síðar í kvöld fer svo fram einn stærsti hnefaleikaviðburður sinnar tegundar í Kaplakrika. Sport 7. júní 2024 06:01
Maðurinn sem skallaði Roy Keane sakfelldur fyrir líkamsárás Scott Law, maðurinn sem skallaði Roy Keane á leik Arsenal og Manchester United hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás. Enski boltinn 6. júní 2024 23:01
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. Fótbolti 6. júní 2024 22:22
Holland hitaði upp fyrir Ísland með stórsigri gegn Kanada Holland hóf undirbúning sinn fyrir EM og hitaði upp fyrir slaginn gegn Íslandi með öruggum 4-0 sigri gegn Kanada í kvöld. Fótbolti 6. júní 2024 20:42
Fjölnir fagnaði öruggum sigri og situr í efsta sæti deildarinnar Fjölnir vann öruggan 4-2 sigur gegn Njarðvík og tyllti sér á toppinn í Lengjudeild karla. Íslenski boltinn 6. júní 2024 20:05
Martínez dreymir um Ólympíugull en Aston Villa meinar honum þátttöku Markverði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, Emiliano Martinez, dreymir um gullverðlaun með argentínska landsliðinu á Ólympíuleikunum en segir félagið standa í vegi fyrir för hans til Parísar. Fótbolti 6. júní 2024 19:31
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. Fótbolti 6. júní 2024 18:45
Sorg í Lundúnum og öllum fullkomlega sama um Ísland Spennan er iðulega mikil fyrir leikjum Íslands við stórþjóðir og leikur morgundagsins við England á Wembley er þar ekki undantekning. Hjá Tjöllunum er staðan allt önnur. Fótbolti 6. júní 2024 17:43
Grealish og Maguire ekki í enska EM-hópnum Jack Grealish og Harry Maguire verða ekki í hópi enska landsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi. Fótbolti 6. júní 2024 15:21
Fær starfið til frambúðar eftir fimm leiki án ósigurs Sabrina Wittmann hefur verið ráðin aðalþjálfari þýska 3. deildarliðsins Ingolstadt eftir frábæran árangur sem bráðabirgðaþjálfari þess undir lok tímabilsins. Fótbolti 6. júní 2024 15:00
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. Fótbolti 6. júní 2024 14:31
Langar að taka eitt ár í viðbót í Katar: „Ekki hættur með landsliðinu“ „Ég er ekki hættur með landsliðinu en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er bara að reyna koma mér í gang,“ segir knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. Sport 6. júní 2024 14:02
Öll liðin nema eitt vildu halda VAR í ensku úrvalsdeildinni Myndbandsdómgæsla verður áfram í ensku úrvalsdeildinni. Tillaga Wolves um að hætta með VAR var felld með miklum meirihluta. Enski boltinn 6. júní 2024 13:36
Komið í veg fyrir flest mörk allra: „Það sem þú vilt sjá frá markverðinum þínum“ Árni Marinó Einarsson hefur átt gott sumar í marki ÍA í Bestu deildinni. Hann fékk hrós frá Atla Viðari Björnssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Íslenski boltinn 6. júní 2024 13:01
Arsenal, Chelsea, Newcastle og Man Utd á eftir framherja Leipzig Benjamin Šeško er nafn sem reikna má með að verði mikið í fjölmiðlum í sumar en þessi 21 árs gamli framherji RB Leipzig er eftirsóttur af Arsenal, Chelsea, Manchester og Newcastle United. Fótbolti 6. júní 2024 12:30