Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Íþróttadeild Sýnar skrifar 10. júlí 2025 21:31 Íslenska liðið þjappaði sér saman í restina en stærstur hluti leiksins var ekki góður Vísir/Anton Brink Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið] EM 2025 í Sviss Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið]
EM 2025 í Sviss Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira