Sex hafa ekkert spilað á EM Sindri Sverrisson skrifar 10. júlí 2025 11:02 Diljá Ýr Zomers hefur verið á varamannabekknum á EM til þessa. Hún var í flottu hlutverki hjá Íslandi í undankeppninni en meiddist í vetur. Getty/Manuel Winterberger Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa sitt síðasta tækifæri í kvöld til þess að koma við sögu á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira