„Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 13:02 Kristinn Freyr Sigurðsson fagnar marki sínu á móti KR á dögunum. Vísir/Pawel Valsmenn hefja leik í Evrópukeppninni í kvöld þegar þeir fá eistneska liðið Flora Tallin í heimsókn á Hlíðarenda. Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira