Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 07:31 Jürgen Klopp ræðir málin við Arsene Wenger þegar Wenger heimsótti æfingu Liverpool þegar Klopp var enn við stjórnvölinn. Getty/Andrew Powell Heimsmeistarakeppni félagsliða er að ljúka en aðeins úrslitaleikurinn er eftir. Keppnin sem Jürgen Klopp hatar en Arsene Wenger hrósar. Klopp talaði um HM félagsliða sem verstu hugmynd sem einhver hefur fengið í fótboltaheiminum. Enn meira álag á leikmenn sem voru þegar undir miklu álagi. Klopp spáir meiðslahrinu hjá liðunum sem þurftu að spila á HM í Bandaríkjunum. Wenger er algjörlega ósammála. „Allir hafa rétt á sinni skoðun en ég er á allt annarri skoðun en Klopp. Mér fannst að heimsmeistarakeppni félagsliða, sem alvöru heimsmeistarakeppni, væri nauðsynleg,“ sagði Wenger. „Ef þú spyrð félögin sem voru hér þá er ég hundrað prósent viss um að þau vilji gera þetta aftur,“ sagði Wenger. Hann notar áhorfendatölur sem rök fyrir vel heppnaðri keppni. „Mikilvægasta atriðið er hvort stuðningsfólkið sé ánægt með keppnina. Spárnar fyrir áhorfendaaðsóknina voru lágar en í raun var mætingin miklu betri. Þar höfum við svarið,“ sagði Wenger en bauð þó ekki upp á neina tölur. Wenger er auðvitað fyrir löngu orðin mikill FIFA maður og var meðal annars í tækninefnd heimsmeistarakeppninnar og því þarf það ekki að koma á óvart að hann tali fyrir keppninni. Stóra svarið mun koma á komandi leiktíð. Þá sjáum við ástandið á þeim leikmönnum sem voru að bæta þessum leikjum á HM félagsliða við annars mjög langt tímabili. Þolir skrokkurinn álagið eða munu þeir hrynja niður í meiðsli. Þá væri kannski betri að spyrja Wenger sömu spurningar. Arsene Wenger has hit back at Jurgen Klopp's criticisms of the Fifa Club World Cup 🌎 pic.twitter.com/trrCn8Ipzk— BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2025 HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Klopp talaði um HM félagsliða sem verstu hugmynd sem einhver hefur fengið í fótboltaheiminum. Enn meira álag á leikmenn sem voru þegar undir miklu álagi. Klopp spáir meiðslahrinu hjá liðunum sem þurftu að spila á HM í Bandaríkjunum. Wenger er algjörlega ósammála. „Allir hafa rétt á sinni skoðun en ég er á allt annarri skoðun en Klopp. Mér fannst að heimsmeistarakeppni félagsliða, sem alvöru heimsmeistarakeppni, væri nauðsynleg,“ sagði Wenger. „Ef þú spyrð félögin sem voru hér þá er ég hundrað prósent viss um að þau vilji gera þetta aftur,“ sagði Wenger. Hann notar áhorfendatölur sem rök fyrir vel heppnaðri keppni. „Mikilvægasta atriðið er hvort stuðningsfólkið sé ánægt með keppnina. Spárnar fyrir áhorfendaaðsóknina voru lágar en í raun var mætingin miklu betri. Þar höfum við svarið,“ sagði Wenger en bauð þó ekki upp á neina tölur. Wenger er auðvitað fyrir löngu orðin mikill FIFA maður og var meðal annars í tækninefnd heimsmeistarakeppninnar og því þarf það ekki að koma á óvart að hann tali fyrir keppninni. Stóra svarið mun koma á komandi leiktíð. Þá sjáum við ástandið á þeim leikmönnum sem voru að bæta þessum leikjum á HM félagsliða við annars mjög langt tímabili. Þolir skrokkurinn álagið eða munu þeir hrynja niður í meiðsli. Þá væri kannski betri að spyrja Wenger sömu spurningar. Arsene Wenger has hit back at Jurgen Klopp's criticisms of the Fifa Club World Cup 🌎 pic.twitter.com/trrCn8Ipzk— BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2025
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira