Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Kristján stígur til hliðar hjá Stjörnunni

Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta og tekur Jóhannes Karl Sigursteinsson við sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dælir peningum í lands­liðs­menn eftir sigurinn sögu­lega

Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United missir fleiri stjörnur

Annað sumarið í röð stefnir í að kvennalið Manchester United missi nokkra af sína bestu leikmönnum. Mary Earps, sem er talin vera meðal bestu markvarða heims, er á leið frá félaginu og þá hefur verið staðfest að Lucía Garcia verði ekki áfram.

Enski boltinn
Fréttamynd

Foden yfir­gefur her­búðir enska lands­liðsins

Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke.

Fótbolti