Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. september 2025 23:30 Franco Mastantuono þykir mjög efnilegur. Franklin Jacome/Getty Images Franco Mastantuono er nafnið á allra vörum í Argentínu. Ungstirnið efnilega sem Real Madrid keypti í sumar spilaði landsleik í gærkvöldi, fékk treyju númer 10 lánaða frá Lionel Messi og sló í leiðinni met Diego Maradona. Mastantuono kom inn á fyrir Argentínu um miðjan seinni hálfleik í gærkvöldi og gerðist þar með yngsti leikmaður Argentínu til að klæðast treyju númer 10. Mastantuono er 18 ára og 23 daga gamall og tók metið af Maradona, sem var 18 ára og rúmlega 9 mánaða gamall þegar hann klæddist treyju númer 10 í fyrsta sinn árið 1979. What a week for Franco Mastantuono 🤩💎Last week, he saw his dream come true - making his first start for Argentina and playing alongside his idol Lionel Messi: ‘It was incredible to play with him. Honestly, it was the dream of my life.’ 💭Today, he had the honour of wearing… pic.twitter.com/tFG1sFl5a1— 433 (@433) September 10, 2025 Spilamennska Mastantuono heillaði líka mikið, hann þótti árásargjarn og öruggur með sig, en tókst ekki að jafna leikinn og Argentína tapaði nokkuð óvænt 1-0 gegn Ekvador. Leikurinn skipti þó ekki öllu máli þar sem Argentína hafði nú þegar tryggt sér sæti á HM. Lionel Messi klæðist alla jafnan treyju númer 10 hjá Argentínu, en var hvíldur í gær. Þá átti Thiago Almada að taka tíuna en landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni ákvað að hvíla hann einnig og leyfa stráknum að spreyta sig. „Franco stóð sig vel, hann er með mikinn persónuleika. Er öruggur á boltanum og biður um hann. Vandamálið er að hann kom inn á þegar Ekvador var að verja forystuna og hann hafði lítið pláss til að vinna með. Mikilvægast er þó að hann reynir alltaf að sækja“ sagði Scaloni um frammistöðu Mastantuono. Landsleikjahlénu er nú lokið og Mastantuono mun halda aftur til Spánar að undirbúa sig fyrir næsta leik með Real Madrid, sem keypti hann í sumar frá uppeldisfélaginu River Plate fyrir tæpar fimmtíu milljónir evra. HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Mastantuono kom inn á fyrir Argentínu um miðjan seinni hálfleik í gærkvöldi og gerðist þar með yngsti leikmaður Argentínu til að klæðast treyju númer 10. Mastantuono er 18 ára og 23 daga gamall og tók metið af Maradona, sem var 18 ára og rúmlega 9 mánaða gamall þegar hann klæddist treyju númer 10 í fyrsta sinn árið 1979. What a week for Franco Mastantuono 🤩💎Last week, he saw his dream come true - making his first start for Argentina and playing alongside his idol Lionel Messi: ‘It was incredible to play with him. Honestly, it was the dream of my life.’ 💭Today, he had the honour of wearing… pic.twitter.com/tFG1sFl5a1— 433 (@433) September 10, 2025 Spilamennska Mastantuono heillaði líka mikið, hann þótti árásargjarn og öruggur með sig, en tókst ekki að jafna leikinn og Argentína tapaði nokkuð óvænt 1-0 gegn Ekvador. Leikurinn skipti þó ekki öllu máli þar sem Argentína hafði nú þegar tryggt sér sæti á HM. Lionel Messi klæðist alla jafnan treyju númer 10 hjá Argentínu, en var hvíldur í gær. Þá átti Thiago Almada að taka tíuna en landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni ákvað að hvíla hann einnig og leyfa stráknum að spreyta sig. „Franco stóð sig vel, hann er með mikinn persónuleika. Er öruggur á boltanum og biður um hann. Vandamálið er að hann kom inn á þegar Ekvador var að verja forystuna og hann hafði lítið pláss til að vinna með. Mikilvægast er þó að hann reynir alltaf að sækja“ sagði Scaloni um frammistöðu Mastantuono. Landsleikjahlénu er nú lokið og Mastantuono mun halda aftur til Spánar að undirbúa sig fyrir næsta leik með Real Madrid, sem keypti hann í sumar frá uppeldisfélaginu River Plate fyrir tæpar fimmtíu milljónir evra.
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira