„Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2025 11:01 Benjamin Sesko hefur ekki enn skorað fyrir Manchester United. epa/ADAM VAUGHAN Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á ný um helgina eftir fyrsta landsleikjahlé tímabilsins. Margir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum þegar kemur að liðinu sínu í Fantasy og strákarnir í hlaðvarpinu Fantasýn fóru yfir stöðuna í síðasta þætti, meðal annars hvað gera ætti við Benjamin Sesko, framherja Manchester United. Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Þrátt fyrir að Sesko hafi ekki enn verið í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er Sindri Kamban með Slóvenann í Fantasy-liðinu sínu. Pálmi Freyr Hauksson, sem hljóp í skarðið fyrir Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn, sagði álit sitt á valinu á Sesko. „Leikmaðurinn sem ég myndi segja þú ættir að selja en skil mjög vel að hafa er Sesko út af því að það eru leikir gegn Manchester City og Chelsea. En ég held að við séum báðir með svona Manchester United æxli í heilanum á okkur sem ýtir á heilastöðvarnar og lætur okkur halda að þetta sé góð hugmynd, þegar maður er inni í brennandi húsinu,“ sagði Pálmi. „Mig langar að segja þér að selja Sesko en þú getur varla selt hann núna. Það eru tveir hræðilega erfiðir leikir framundan en manni finnst eins og hann sé að fara að byrja núna. Hann var með einhverja krampa, nýkominn og nýbúinn að fara í læknisskoðun.“ Sesko spilaði níutíu mínútur í báðum leikjum Slóveníu í landsleikjahléinu. „Kannski er hann kominn í leikform og er að fara að vera læstur uppi á topp hjá United því miðað við hæðina á manninum og hvað hann er rosalega góður að lyfta fætinum hátt finnst manni hann vera svolítið góður,“ sagði Pálmi. Sindri er sannfærður um að Sesko muni reima á sig markaskóna og hefur mikla trú á slóvenska framherjanum sem United keypti frá RB Leipzig í sumar. „Ég hugsa svo mikið um að Sesko sé að fara að skora mark. Það hlýtur að fara að gerast,“ sagði Sindri. United mætir grönnum sínum í City klukkan 15:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Hlusta má á nýjasta þáttinn af Fantasýn í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira