Óbreyttir bændur í Mýrdalnum hafi ekki efni á malbiki Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði. Innlent 26. júlí 2024 10:59
Þjórsárdalur heillar og synt í Gjánni Stöng og Gjáin í Þjórsárdal eru vinsælir ferðamannastaðir og ekki síst fossinn í Gjánni þar sem margir vaða eða stinga sér jafnvel til sunds eins og ekkert sé. Innlent 25. júlí 2024 20:07
Rýna ekki frekar í þyrlubjörgun við Fljótavík Landhelgisgæslan ætlar ekki að rýna frekar í þyrluútkall til að sækja ferðamann við Fljótavík á norðanverðum Vestfjörðum umfram það sem hefðbundið er. Slökkviliðsstjóri á Ísafirði taldi björgun mannsins „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Gæslunnar. Innlent 25. júlí 2024 14:59
Rukkaður um 2800 króna aukagjald í Reynisfjöru Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. Neytendur 25. júlí 2024 13:40
Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. Lífið 25. júlí 2024 12:36
Gapandi hissa að sjá túrista skipta á milli sín mat: „Ég sárlega vorkenndi þeim“ Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, brá í brún þegar hann fékk sér ís í sjoppu í Borgarnesi. Hann sá fjóra ferðamenn á næsta borði skipta á milli sín einum diski með fiskrétti eða kjúklingi og einum súpudisk. Ástæðan er sú að túristarnir þurftu að spara á dýru Íslandi. Neytendur 24. júlí 2024 22:52
Sex þúsund tapaðar ljósmyndir komust í leitirnar Bandarískur brúðkaupsljósmyndari, Maya James, lenti í því leiðindaatviki að týna minniskorti við flugvélaflakið á Sólheimasandi í Íslandsferð fyrr í mánuðinum. Fyrir ótrúlega lukku fann annar bandarískur ferðamaður minniskortið og er nú að koma því til Mayu í pósti. Lífið 24. júlí 2024 17:00
Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. Innlent 24. júlí 2024 13:43
Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Innlent 23. júlí 2024 15:15
Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi afkomuhorfa Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir. Innherji 23. júlí 2024 11:59
Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. Viðskipti innlent 22. júlí 2024 20:30
Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. Viðskipti innlent 22. júlí 2024 13:42
Ná síður að hirða salernispappír vegna niðurskurðar Klósettpappír, hægðir og sóðaskapur í Hofsstaðaskógi er ein birtingarmynd niðurskurðar til Skógræktarfélags Íslands. Framkvæmdastjóri segir félagið ekki hafa tök á að sinna hreinsunarstarfi líkt og áður. Innlent 22. júlí 2024 13:19
Nathaniel Clyne á Hax og Auto Enski knattspyrnumaðurinn Nathaniel Clyne er staddur hér á landi í fríi og tók djammsnúning í höfuðborginni um helgina. Lífið 21. júlí 2024 19:57
Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar. Innlent 21. júlí 2024 09:29
Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás Þrír erlendir ferðamenn voru í gær handteknir vegna gruns um meiriháttar líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Innlent 20. júlí 2024 07:32
Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar. Innlent 17. júlí 2024 13:40
Þyrlan flutti slasaða göngukonu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. Innlent 16. júlí 2024 19:01
Arion: Ferðaþjónusta mun sækja í sig veðrið á næsta ári Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna. Innherji 16. júlí 2024 15:28
Bókanir undir væntingum en ekki hægt að tala um hrun Gistinætur á Íslandi í maí voru um fimmtán prósent færri en á sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn í hótelgistingu var 7,1 prósent og var mestur á Austurlandi, eða um 24 prósent. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að bókunarstaðan sé undir væntingum, en ekki sé hægt að tala um hrun. Innlent 15. júlí 2024 14:43
Logi Bergmann var tekinn Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. Lífið 15. júlí 2024 14:24
Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar. Innlent 14. júlí 2024 12:23
Sæmdur gullmerki í síðustu opinberu heimsókninni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var sæmdur gullmerki Ferðafélags Íslands á tindi Glissu í heimsókn sinni Árneshreppi í dag. Heimsóknin er síðasta opinbera heimsókn Guðna i embætti. Innlent 13. júlí 2024 18:47
Ræðir við BBC um „ofurslaka“ Íslendinga Eliza Reid forsetafrú fær gott pláss á forsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag. Þar gefur hún lesendum meðmæli fyrir þá sem hafa í hyggju að heimsækja klakann. Lífið 12. júlí 2024 13:01
Þrefalt hærri vextir geri samkeppnina erfiða Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að háir vextir Seðlabanka Íslands fæli ferðamenn frá landinu. Að minnsta kosti 10 prósent samdráttur er hjá bílaleigunni í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Innlent 12. júlí 2024 11:54
Draumaferðin til Íslands komst sífellt í uppnám Draumaferð ungs pars frá Detroit-borg í Bandaríkjunum til Íslands komst í uppnám eftir að hver flugferðin á eftir annarri brást þeim. Parið komst eftir miklar raunir til Íslands í síðustu viku og gat loksins slegið upp langþráðri brúðkaupsveislu. Lífið 11. júlí 2024 15:35
Staðan ekki jafnsvört og sumir vilji meina Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. Viðskipti innlent 11. júlí 2024 14:56
„Við erum bara að reyna að lifa af“ Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. Viðskipti innlent 11. júlí 2024 07:01
„Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. Viðskipti innlent 10. júlí 2024 22:15
Skærur við Skarfabakka: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig“ Kona sem vinnur við að þjónusta ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum segir starfsmann á vegum Faxaflóahafna hafa hótað henni líkamlegu ofbeldi þegar fauk í hann vegna óreiðu við höfnina. Hafnarstjóri segir málið til skoðunar en vill lítið tjá sig að öðru leyti. Innlent 10. júlí 2024 15:00