Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Ó­breyttir bændur í Mýr­dalnum hafi ekki efni á mal­biki

Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði.

Innlent
Fréttamynd

Rýna ekki frekar í þyrlu­björgun við Fljótavík

Landhelgisgæslan ætlar ekki að rýna frekar í þyrluútkall til að sækja ferðamann við Fljótavík á norðanverðum Vestfjörðum umfram það sem hefðbundið er. Slökkviliðsstjóri á Ísafirði taldi björgun mannsins „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Gæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Rukkaður um 2800 króna auka­gjald í Reynisfjöru

Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. 

Neytendur
Fréttamynd

Sex þúsund tapaðar ljós­myndir komust í leitirnar

Bandarískur brúðkaupsljósmyndari, Maya James, lenti í því leiðindaatviki að týna minniskorti við flugvélaflakið á Sólheimasandi í Íslandsferð fyrr í mánuðinum. Fyrir ótrúlega lukku fann annar bandarískur ferðamaður minniskortið og er nú að koma því til Mayu í pósti.

Lífið
Fréttamynd

Féllu ofan í jökul­lón Sólheimajökuls

Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 

Innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi af­komu­horfa

Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir.

Innherji
Fréttamynd

Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi

Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan flutti slasaða göngukonu

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. 

Innlent
Fréttamynd

Ari­on: Ferð­­a­­þjón­­ust­­a mun sækj­­a í sig veðr­­ið á næst­­a ári

Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.

Innherji
Fréttamynd

Bókanir undir væntingum en ekki hægt að tala um hrun

Gistinætur á Íslandi í maí voru um fimmtán prósent færri en á sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn í hótelgistingu var 7,1 prósent og var mestur á Austurlandi, eða um 24 prósent. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að bókunarstaðan sé undir væntingum, en ekki sé hægt að tala um hrun.

Innlent
Fréttamynd

Logi Berg­mann var tekinn

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. 

Lífið
Fréttamynd

Bustarfellsdagurinn í glæsi­legum torf­bæ

Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar.

Innlent
Fréttamynd

Draumaferðin til Ís­lands komst sí­fellt í upp­nám

Draumaferð ungs pars frá Detroit-borg í Bandaríkjunum til Íslands komst í uppnám eftir að hver flugferðin á eftir annarri brást þeim. Parið komst eftir miklar raunir til Íslands í síðustu viku og gat loksins slegið upp langþráðri brúðkaupsveislu.

Lífið
Fréttamynd

Staðan ekki jafn­svört og sumir vilji meina

Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við erum bara að reyna að lifa af“

Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Komin upp í þak“ í verð­lagningu

Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár.

Viðskipti innlent