Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 13:53 Allt vatn þarf að sjóða í Stöðvarfirði vegna örgerlamengunar. Vísir/Samsett Kimi Tayler er aðfluttur Stöðfirðingur og starfsmaður í Steinasafni Petru. Hún segir sig og alla íbúa bæjarins komna með upp í kok af ferðamönnum sem geri þarfir sínar á víðavangi í bænum. Hún hefur orðið vör við saur við göngustíga, á bak við líkamsrækt bæjarins og í lækjum fjarðarins. Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira