Raðir mynduðust á Leifsstöð í morgun og 47 flugvélar fljúga frá vellinum í dag Svakalegar raðir mynduðust á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir voru margar byrjaðar að myndast fyrir klukkan fimm, en þá voru enn um þrír tímar í að lang flestar flugvélar, á leið til Evrópu, legðu af stað. Innlent 18. júlí 2021 07:19
Færa íslenska lagalista í bílaleigubíla Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur ráðist í viðamikið verkefni í samstarfi við tónlistarmanninn Svavar Knút og íslenskar bílaleigur til að kynna erlenda ferðamenn hér á landi fyrir íslenskri tónlist. Tónlist 16. júlí 2021 14:44
Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar. Erlent 15. júlí 2021 18:56
Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. Innlent 15. júlí 2021 11:30
Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. Innlent 14. júlí 2021 13:11
„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. Erlent 13. júlí 2021 19:30
Hrakfarasögur ferðamanna rifjaðar upp Netverjar hafa farið að rifja upp hrakfarasögur ferðamanna sem komið hafa hingað til lands og í þann krappan á ferð um landið. Ferðalög 13. júlí 2021 16:33
Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. Innlent 13. júlí 2021 12:47
Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. Innlent 12. júlí 2021 20:31
Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. Innlent 10. júlí 2021 11:53
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. Viðskipti erlent 9. júlí 2021 13:42
Nálægðin við jökulinn er sterk upplifun Fjallsárlón á Breiðamerkursandi er ein af perlum Íslands. Samstarf 6. júlí 2021 11:00
Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. Innlent 6. júlí 2021 10:45
„Fjólubláa hjartað er svo sannarlega orðið rautt“ Hildur Hilmarsdóttir er þrjátíu ára gömul flugfreyja sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur meðal annars starfað hjá lúxusflugfélaginu Emirates. Hildur starfaði þó lengst af hjá WOW air og lýsir falli þess eins og að missa ástvin. Eftir nokkurra ára pásu heldur Hildur af stað upp á háloftin á ný - nú með flugfélaginu Play. Lífið 4. júlí 2021 09:00
Björgunarsveitir taka ökumenn tali Björgunarsveitarmenn hafa í dag fylkt liði og standa vakt við fimmtíu staði víðsvegar á landinu til að taka ökumenn og aðstoðarökumenn tali. Fram undan er ein stærsta ferðahelgi sumarsins og veðurspáin flestum hvatning til að leggja land undir fót. Innlent 2. júlí 2021 17:50
Alls ekkert fár í Fnjóskadal og bóndinn saknar dýragarðsgesta Guðbergur Egill Eyjólfsson, sem rekur dýragarðinn Daladýrð, segir fullfært vera í Fnjóskadal en að enginn komi í dalinn af ótta við vatnavexti í Fnjóská. Innlent 2. júlí 2021 14:57
Sumarveður í öllum landshlutum um helgina Útlit er fyrir um og yfir fimmtán stiga hita í öllum landshlutum um helgina. Hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem jafnframt hefur dregið úr vatnavöxtum. Innlent 2. júlí 2021 12:01
Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum. Innlent 30. júní 2021 21:01
Sumarleyfislag Bítisins 2021: „Farinn í fríið“ Sumarleyfislag Bítisins á Bylgjunni fyrir árið 2021 var spilað í þætti dagsins. Lagið Farinn í fríið syngur Gulli Helga ásamt Völu Eiríks pródúsents þáttarins og Lilju Katrínar Gunnarsdóttir sem er augnablikinu í sumarafleysingum í þættinum. Lífið 30. júní 2021 15:31
Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Lífið tók saman lista yfir tuttugu hluti sem væri sniðugt að pakka í töskuna. Lífið 30. júní 2021 07:00
Ofnæmiskvef skerðir lífsgæði yfir sumartímann Alvogen býður uppá breytt úrval af lyfjum í lausasölu við ofnæmiskvefi. Einstaklingsbundið getur verið hvaða meðferð hefur bestan ávinning. Samstarf 29. júní 2021 08:45
„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. Innlent 28. júní 2021 19:22
„Ein stór bomba“ á tjaldsvæðum landsins um helgina Mikill fjöldi fólks heimsótti tjaldsvæði landsins um helgina. Veðurblíða lék við landann víðs vegar um land í gær. Innlent 27. júní 2021 15:38
Fjölskylduvæn hótel sem Ferðaeyjan mælir með Ferðaeyjan er ný leitarvél fyrir gistingar á Íslandi þar sem hægt er að leita eftir gistingu á hótelum, í sumarhúsum og íbúðum. Samstarf 25. júní 2021 16:17
Hertar samkomutakmarkanir á Tenerife Stjórnvöld á Kanaríeyjum hafa tilkynnt að þriðja viðbragðsstig verði í gildi á Tenerife næstu tvær vikur. Erlent 25. júní 2021 14:17
Glæsileg gisting í hjarta Akureyrar Acco Luxury Apartments eru vel búnar íbúðir í hjarta Akureyrar. Samstarf 25. júní 2021 13:46
Segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar Áfram þurfa ferðamenn sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um fyrri sýkingu eða bólusetningu gegn covid19 að sæta skimun og fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingum en segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. Innlent 25. júní 2021 13:01
Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Innlent 24. júní 2021 16:10
Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. Viðskipti innlent 23. júní 2021 16:07