Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 14:00 Egill Aðalsteinsson Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins almennt góða hér á landi þar sem sífellt færri eru nú að greinast. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 50 prósent landsmanna nælt sér í veirunna en líklega er raunverulegur fjöldi mun hærri. Önnur áhrif veirunnar eru þó að koma í ljós víða um heim en niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Svíþjóð benda til að það sé aukin áhætta á blóðtappamyndun hjá Covid sjúklingum í allt að sex mánuði eftir smit. Niðurstöðurnar voru birtar fyrr í mánuðinum en þar kom í ljós að fjórir af hverjum tíu þúsund sem fengu Covid höfðu myndað blóðtappi í djúpæðakerfi (e. deep vein thrombosis) á tímabilinu, frá febrúar 2020 til maí 2021, samanborið við einn af hverjum tíu þúsund sem ekki höfðu fengið Covid. Enn fremur höfðu sautján af hverjum tíu þúsund Covid sjúklingum fengið blóðtappa í lungu (e. pulmonary embolism) á tímabilinu, samanborið við færri en einn af hverjum tíu þúsund hjá þeim sem ekki höfðu fengið Covid. Aukin hætta hafi verið á blóðtöppum í fótum í allt að þrjá mánuði og í lungum í allt að sex mánuði. Þá var aukin áhætta á innvortis blæðingum, þar á meðal heilablóðfalli, í allt að tvo mánuði. https://twitter.com/search?q=covid%20dvt&src=typed_query Þórólfur segir það lengi hafa legið fyrir að það séu auknar líkur á blóðtappamyndun eftir Covid-sýkingu. Þá er einnig aukin áhætta eftir bólusetningu með ákveðnum bóluefnum en hættan er þó töluvert meiri greinist einstaklingur með veiruna. Hingað til hefur þó verið talað um styttri tíma. „Það hefur verið talað um þessa auknu áhættu fyrstu vikurnar eftir smit, og bólusetningu líka. Hvort að það er eitthvað lengra eftir smit heldur en áður var talið, það er alveg mögulegt,“ segir Þórólfur. Tilefni til að fara varlega Fréttastofa hefur heyrt af tilviki þar sem Íslendingur sem hafði greinst með Covid fékk blóðtappa eftir flug. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er það þó ekki algengt og eru ekki til tölur yfir slík tilvik hér á landi. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort fólk sé í meiri hættu þegar það fer í flug eftir að hafa smitast. Það er þó vitað að það er aukin áhætta á blóðtappa þegar fólk situr lengi hreyfingarlaust, til að mynda í flugvél eða löngum bílferðum. Á internetinu má finna ýmsar leiðbeiningar um hvernig er hægt að fyrirbyggja blóðtappa í flugi, til að mynda þessar hér fyrir ofan frá Lyfju. Skjáskot Aðspurður um hvort það sé tilefni til að fólk fari varlega, nú sérstaklega þegar ferðaþjónustan er aftur að fara á flug, segir Þórólfur að svo geti verið, þá einna helst fyrstu vikurnar eftir smit. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar til, bæði að fólk hreyfi sig og noti ákveðna teygjusokka, og að fólk noti jafnvel einhverja blóðþynningu eins og asprín eða eitthvað meðan á flugferð stendur og það getur alveg gilt áfram,“ segir Þórólfur. Hvað aðrar langtímaafleiðingar Covid varðar, bæði líkamlegar og andlegar, segir Þórólfur að þær eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum. „Við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar og það er jafnvel talið að einhverjir tugir prósenta af fólki sem að smitast get i átt við þessi vandamál að stríða en þetta á bara eftir að skýra dálítið betur,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00 Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins almennt góða hér á landi þar sem sífellt færri eru nú að greinast. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 50 prósent landsmanna nælt sér í veirunna en líklega er raunverulegur fjöldi mun hærri. Önnur áhrif veirunnar eru þó að koma í ljós víða um heim en niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Svíþjóð benda til að það sé aukin áhætta á blóðtappamyndun hjá Covid sjúklingum í allt að sex mánuði eftir smit. Niðurstöðurnar voru birtar fyrr í mánuðinum en þar kom í ljós að fjórir af hverjum tíu þúsund sem fengu Covid höfðu myndað blóðtappi í djúpæðakerfi (e. deep vein thrombosis) á tímabilinu, frá febrúar 2020 til maí 2021, samanborið við einn af hverjum tíu þúsund sem ekki höfðu fengið Covid. Enn fremur höfðu sautján af hverjum tíu þúsund Covid sjúklingum fengið blóðtappa í lungu (e. pulmonary embolism) á tímabilinu, samanborið við færri en einn af hverjum tíu þúsund hjá þeim sem ekki höfðu fengið Covid. Aukin hætta hafi verið á blóðtöppum í fótum í allt að þrjá mánuði og í lungum í allt að sex mánuði. Þá var aukin áhætta á innvortis blæðingum, þar á meðal heilablóðfalli, í allt að tvo mánuði. https://twitter.com/search?q=covid%20dvt&src=typed_query Þórólfur segir það lengi hafa legið fyrir að það séu auknar líkur á blóðtappamyndun eftir Covid-sýkingu. Þá er einnig aukin áhætta eftir bólusetningu með ákveðnum bóluefnum en hættan er þó töluvert meiri greinist einstaklingur með veiruna. Hingað til hefur þó verið talað um styttri tíma. „Það hefur verið talað um þessa auknu áhættu fyrstu vikurnar eftir smit, og bólusetningu líka. Hvort að það er eitthvað lengra eftir smit heldur en áður var talið, það er alveg mögulegt,“ segir Þórólfur. Tilefni til að fara varlega Fréttastofa hefur heyrt af tilviki þar sem Íslendingur sem hafði greinst með Covid fékk blóðtappa eftir flug. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er það þó ekki algengt og eru ekki til tölur yfir slík tilvik hér á landi. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort fólk sé í meiri hættu þegar það fer í flug eftir að hafa smitast. Það er þó vitað að það er aukin áhætta á blóðtappa þegar fólk situr lengi hreyfingarlaust, til að mynda í flugvél eða löngum bílferðum. Á internetinu má finna ýmsar leiðbeiningar um hvernig er hægt að fyrirbyggja blóðtappa í flugi, til að mynda þessar hér fyrir ofan frá Lyfju. Skjáskot Aðspurður um hvort það sé tilefni til að fólk fari varlega, nú sérstaklega þegar ferðaþjónustan er aftur að fara á flug, segir Þórólfur að svo geti verið, þá einna helst fyrstu vikurnar eftir smit. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar til, bæði að fólk hreyfi sig og noti ákveðna teygjusokka, og að fólk noti jafnvel einhverja blóðþynningu eins og asprín eða eitthvað meðan á flugferð stendur og það getur alveg gilt áfram,“ segir Þórólfur. Hvað aðrar langtímaafleiðingar Covid varðar, bæði líkamlegar og andlegar, segir Þórólfur að þær eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum. „Við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar og það er jafnvel talið að einhverjir tugir prósenta af fólki sem að smitast get i átt við þessi vandamál að stríða en þetta á bara eftir að skýra dálítið betur,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00 Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00
Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53