Tottenham nálgast Aston Villa eftir stórsigur á Villa Park Tottenham er aðeins tveimur stigum á eftir Aston Villa í baráttunni um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar efir 4-0 sigur í innbyrðis leik liðanna á Villa Park í dag. Enski boltinn 10. mars 2024 14:59
Síðasti dansinn hjá Guardiola og Klopp? Knattspyrnustjórarnir Pep Guardiola og Jürgen Klopp mætast möguleika í síðasta skiptið í dag þegar Liverpool tekur á móti Manchester City í risaleik og toppslag í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 10. mars 2024 14:30
Viðræður í fullum gangi um endurkomu Edwards til Liverpool Liverpool er að missa knattspyrnustjórann Jürgen Klopp en gæti aftur á móti verið að endurheimta Michael Edwards í hlutverk yfirmanns knattspyrnumála. Enski boltinn 10. mars 2024 12:35
Frank: Havertz átti að fá rautt spjald áður en hann skoraði sigurmarkið Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, var mjög ósáttur með það að Kai Havertz hafi verið enn inn á vellinum þegar sá þýski tryggði Arsenal 2-1 sigur á Brentford í gær og þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 10. mars 2024 10:00
Kai Havertz skaut Skyttunum á toppinn Kai Havertz reyndist hetja Arsenal er liðið vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum skaust liðið í það minnsta tímabundið í toppsæti deildarinnar. Fótbolti 9. mars 2024 19:29
Sheffield kastaði frá sér sigrinum og Úlfarnir stöðvuðu sigurgöngu Fulham Enes Unal reyndist hetja Bournemouth er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Wolves 2-0 sigur gegn Fulham og Crystal Palace og Luton gerðu 1-1 jafntefli. Fótbolti 9. mars 2024 17:04
Garnacho: Nítján ára gamall og allur Old Trafford að syngja nafnið mitt Alejandro Garnacho gerði gæfumuninn fyrir Manchester United í sigri á Everton í dag því bæði mörkin komu úr vítaspyrnum sem argentínski táningurinn fiskaði. Enski boltinn 9. mars 2024 15:05
Gabbhreyfingar Garnacho gerðu út af við Everton Manchester United endaði tveggja taphrinu og er nú þremur stigum frá Tottenham eftir 2-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 9. mars 2024 14:24
Ratcliffe vill byggja nýjan leikvang fyrir Manchester United Sir Jim Ratcliffe, nýjasti eignandi Manchester United, hefur sett það í forgang að gjörbylta heimavelli félagsins og það gæti þýtt að liðið yfirgefi Old Trafford í næstu framtíð. Enski boltinn 9. mars 2024 11:21
Móðir sem barðist gegn efasemdaröddum Í heimildarmyndinni Ómarsson, sem kom út í gær, er atvinnukonunni í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, fylgt eftir á meðgöngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Munurinn á upplifun Dagnýjar frá sínum tveimur meðgöngum er mikill. Efasemdarraddirnar eru nú á bak og burt. Fótbolti 9. mars 2024 10:38
Man. United mögulega án vinstri bakvarðar út tímabilið Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er með eina vandamálastöðu í liðinu og ástæðan er að það er engir heilir leikmenn eftir. Enski boltinn 9. mars 2024 10:00
„Þetta er ekki gullmiðinn frá Willy Wonka“ Margir telja eflaust að Tottenham-menn ættu að fagna því vel ef liðið næði sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, eins og útlit er fyrir. Stjórinn Ange Postecoglou vill hins vegar ekki gera of mikið úr því. Enski boltinn 9. mars 2024 09:00
„Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. Fótbolti 9. mars 2024 08:00
Klopp varði Trent en Guardiola hleypti brúnum Jürgen Klopp úskýrði og varði ummæli lærisveins síns, Trents Alexander-Arnold, á blaðamannafundi í dag í aðdraganda uppgjörsins við Manchester City á sunnudaginn. Enski boltinn 8. mars 2024 22:44
Højlund fyrsti Daninn til að skara fram úr Rasmus Højlund, hinn 21 árs gamli framherji Manchester United, skráði sig í sögubækurnar með því að verða fyrsti Daninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að hljóta nafnbótina leikmaður mánaðarins. Enski boltinn 8. mars 2024 17:31
Ten Hag segir að ekkert lið hefði getað glímt við meiðslavandræði United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að staða liðsins væri allt önnur ef ekki hefði verið fyrir öll meiðslin sem hafa hrjáð leikmenn þess á tímabilinu. Enski boltinn 8. mars 2024 17:01
Harkaði af sér stunguárás og mætti á völlinn Aðdáandi enska fótboltaliðsins Brighton sem varð fyrir stunguárás í Rómarborg í gær lét það ekki stöðva sig frá því að mæta á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni. Fótbolti 8. mars 2024 15:30
Keane snýr aftur á Instagram með mynd af sér og Solskjær Eftir tveggja ára bið birti Roy Keane loks nýja mynd á Instagram. Hún er af honum og fyrrverandi samherja hans hjá Manchester United. Enski boltinn 8. mars 2024 14:00
Eigandi Newcastle segir að Bruce hafi ekki viljað mæta í vinnuna Amanda Staveley, einn af eigendum Newcastle United, hefur lýst ástandinu hjá félaginu áður en Sádi-Arabarnir keyptu það. Hún segir að knattspyrnustjóri Newcastle hafi ekki einu sinni viljað mæta í vinnuna. Enski boltinn 8. mars 2024 13:31
Klopp um Nunez: Gæðin leka út um eyrun á honum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði úrúgvæska framherjanum Darwin Nunez eftir 5-1 sigur Liverpool á útivelli á móti Sparta Prag í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Enski boltinn 8. mars 2024 13:00
Sjáðu geggjuð mörk Darwins Núñez í gær Leikur Spörtu Prag og Liverpool í Evrópudeildinni í fótbolta í gær var heldur skrautlegur. Úrúgvæinn Darwin Núñez skoraði tvö einkar falleg mörk í leiknum. Fótbolti 8. mars 2024 10:30
Tommi Steindórs vorkenndi Dagnýju Besti vinur Dagnýjar Brynjarsdóttur í æsku var sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og hann er í viðtali í nýju heimildarmyndinni um íslensku landsliðskonuna. Enski boltinn 8. mars 2024 06:31
Grimm skot á milli Haalands og Trents: „Hann má tala eins og hann vill“ Það er farið að hitna í kolunum fyrir risaleikinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, þegar Liverpool og Manchester City mætast í leik sem gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Englandsmeistari í ár. Enski boltinn 7. mars 2024 22:46
Chelsea í úrslit fimmta árið í röð Chelsea varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til að leggja Manchester City að velli í kvöld, 1-0, í undanúrslitum deildabikars kvenna í fótbolta á Englandi. Chelsea mætir því Arsenal í úrslitaleik, líkt og í fyrra. Enski boltinn 7. mars 2024 21:30
Ten Hag með hærra sigurhlutfall en Sir Alex Ferguson Erik ten Hag hefur stýrt liði Manchester United í hundrað leikjum og er með besta sigurhlutfall allra knattspyrnustjóra félagsins frá seinni heimsstyrjöld. Enski boltinn 7. mars 2024 14:00
Arsenal stelpurnar með fleiri áhorfendur að meðaltali en tíu karlalið Kvennalið Arsenal hefur spilað síðustu leiki sína á Emirates leikvanginum og það hefur verið uppselt á þrjá leiki þeirra þar á leiktíðinni. Enski boltinn 7. mars 2024 12:30
Klopp: Við verðum að fara varlega með Salah Mohamed Salah er byrjaður að æfa á ný með Liverpool en það er ljóst að Jürgen Klopp ætlar ekki að taka neina áhættu með hann. Enski boltinn 7. mars 2024 12:01
Sárkvalinn með putta sem að fólki hryllir við Það er líklega vert að vara viðkvæma við meðfylgjandi mynd og myndbandi af því þegar Portúgalinn Matheus Nunes meiddist í leiknum með Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Fótbolti 7. mars 2024 07:01
Mynd um meðgöngu Dagnýjar: „Þú ert búin í landsliðinu núna“ Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur framleitt heimildarmynd um meðgöngu íslensku landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem í síðasta mánuði eignaðist sinn annan son. Enski boltinn 6. mars 2024 22:45
Neyddust til að fresta vegna brunans Búið er að fresta mikilvægum leik í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem fara átti fram í kvöld, vegna mikils bruna nærri St Mary‘s, heimavelli Southampton. Enski boltinn 6. mars 2024 18:32