Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Kai Havertz skaut Skyttunum á toppinn

    Kai Havertz reyndist hetja Arsenal er liðið vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum skaust liðið í það minnsta tímabundið í toppsæti deildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Móðir sem barðist gegn efa­semdaröddum

    Í heimildar­­myndinni Ómars­­son, sem kom út í gær, er at­vinnu­­konunni í knatt­­spyrnu, Dag­nýju Brynjars­dóttur, fylgt eftir á með­­göngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæða­stigi kvennaknatt­spyrnunnar. Munurinn á upp­­lifun Dag­nýjar frá sínum tveimur með­­göngum er mikill. Efa­­semdar­­raddirnar eru nú á bak og burt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea í úr­slit fimmta árið í röð

    Chelsea varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til að leggja Manchester City að velli í kvöld, 1-0, í undanúrslitum deildabikars kvenna í fótbolta á Englandi. Chelsea mætir því Arsenal í úrslitaleik, líkt og í fyrra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sár­kvalinn með putta sem að fólki hryllir við

    Það er líklega vert að vara viðkvæma við meðfylgjandi mynd og myndbandi af því þegar Portúgalinn Matheus Nunes meiddist í leiknum með Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Neyddust til að fresta vegna brunans

    Búið er að fresta mikilvægum leik í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem fara átti fram í kvöld, vegna mikils bruna nærri St Mary‘s, heimavelli Southampton.

    Enski boltinn