Fótbolti

Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thomas Partey var fyrr á þessu ári ákærður fyrir nauðgun. Rannsókn á málinu hófst árið 2022, en miðjumaðurinn hélt áfram að spila fyrir Arsenal.
Thomas Partey var fyrr á þessu ári ákærður fyrir nauðgun. Rannsókn á málinu hófst árið 2022, en miðjumaðurinn hélt áfram að spila fyrir Arsenal. Eric Verhoeven/Soccrates/Getty Images

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er handviss um að félagið hafi staðið rétt að í kringum mál Thomas Partey, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem hefur verið kærður fyrir nauðgun.

Partey var ákærður þann 4. júlí síðastliðinn, aðeins fjórum dögum eftir að samningur hans við Arsenal rann út.

Ákæruliðirnir eru sex talsins og beinast gegn þremur konum, en ásakanir í garð Parteys höfðu hangið yfir Partey um hríð áður en ákæran var lögð fram. Rannsókn á málinu hófst árið 2022.

Þrátt fyrir að málið hafi hangið yfir Partey um nokkurt skeið hélt hann áfram að spila fyrir Arsenal. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins, segist þó handviss um að félagið hafi staðið rétt að málum.

„Félagið gerði skýrt grein fyrir hlutunum í yfirlýsingu sinni,“ sagði Arteta á blaðamannafundi sem haldinn var fyrir æfingaferð Arsenal. „Það eru mörg mál sem eru flókin, og ég get ekki tjáð mig um þau.“

Þá var Arteta spurður hvort honum þætti félagið hafa farið rétt að í málinu, sérstaklega í ljósi þess að margir stuðningsmenn hafi haft efasemdir um það hvernig haldið var á spilunum.

„Já, hundrað prósent,“ sagði Arteta.

Sjálfur hefur Partey neitað sök og lögræðingur hans segir að leikmaðurinn „fagni tækifærinu til að hreinsa nafn sitt.“ Partey á að mæta fyrir rétt þann 5. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×