Enski boltinn

Amorim og Guar­diola vilja fyrrum læri­svein þess fyrr­nefnda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Morten Hjulmand og hinn eftirsótti Viktor Einar Gyökeres gætu báðir fært sig yfir til Englands í sumar.
Morten Hjulmand og hinn eftirsótti Viktor Einar Gyökeres gætu báðir fært sig yfir til Englands í sumar. EPA/FILIPE AMORIM

Hinn danski Morten Hjulmand, miðjumaður Sporting í Portúgal, er sagður á óskalista beggja Manchester-liðanna, City og United.

Hinn 26 ára gamli Hjulmand hefur átt góðu gengi að fagna síðan hann færði sig yfir til Portúgals árið 2023. Þar áður lék hann fyrir Admira Wacker í Austurríki og Lecce á Ítalíu. Síðan hann hóf að spila fyrir Sporting hefur þessi kraftmikli miðjumaður spilað 15 leiki fyrir A-landslið Danmerkur og skorað eitt mark.

Ruben Amorim vantar fleiri leikmenn ef Rauðu djöflarnir ætla sér ekki að endurtaka hryllinginn frá síðustu leiktíð. Þó fjölmargir miðjumenn séu á mála hjá félaginu má eflaust færa rök fyrir því að margir þeirra séu ekki nægilega góðir.

Portúgalski miðillinn A Bola greinir nú frá því að Amorim sé meira en klár í að vinna með sínum fyrrum lærisvein á nýjan leik. Þá virðist sem Pep Guardiola sé tilbúinn að fá Danann til liðs við sig hjá Manchester City. Eftir slakt tímabil, á þeirra mælikvarða, hefur Man City farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og er talið að Guardiola vilji bæta við sig miðjumanni sem getur haft áhrif sem fyrst.

Talið er að Hjulmand kosti á bilinu 50-60 milljónir punda eða 7-8.5 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×