Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Varane færist nær United

    Varnarmaðurinn Raphael Varane og Manchester United hafa átt í samningaviðræðum undanfarnar vikur og nú segir Manchester Evening News að aðilarnir séu að ná saman.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna

    England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Nuno Tavares til Arsenal

    Arsenal staðfesti í morgun kaup á portúgalska bakverðinum Nuno Tavares. Tavares er 21 árs og á að veita Kieran Tierney samkeppni um vinsti bakvarðarstöðuna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Giroud á leið til AC Milan

    Olivier Giroud er á leið til AC Milan á Ítalíu samkvæmt heimildum Sky þar í landi. Giroud er 34 ára framherji sem hefur spilað með Chelsea frá árinu 2018.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrirliði Barcelona til Manchester City

    Vicky Losada, fyrirliði kvennaliðs Barcelona í fótbolta, hefur skrifað undir hjá Manchester City sem rétt missti af enska meistaratitlinum í vor. Hún snýr nú aftur til Englands eftir að hafa leikið áður með Arsenal.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ætla að opna hliðin upp á gátt

    Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag tilætlanir sínar um að opna fyrir ótakmarkaða aðgöngu áhorfenda á íþróttaviðburði frá og með 19. júlí. Búast má því við fullum völlum í ensku úrvalsdeildinni þegar nýtt tímabil hefst í ágúst.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sagður á leið til Tyrklands

    Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er sagður á leið frá enska liðinu Arsenal til tyrkneska félagsins Altay Spor. Óvíst sé hvort um lánssamning eða kaup á Rúnari sé að ræða.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leggja allt kapp á að halda Harry Kane

    Fabio Paratici, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur, segir félagið leggja allt kapp á að helda enska landsliðsframherjanum Harry Kane innan sinna raða.

    Enski boltinn