Guardiola verður því knattspyrnustjóri City allavega til 2024. Hann tók við liðinu 2016 og hefur náð stórkostlegum árangri með það.
The Journey Continues
— Manchester City (@ManCity) November 23, 2022
We re delighted to announce @PepTeam has signed a new two-year contract #ManCity pic.twitter.com/FI41S0j5OH
Síðan Guardiola tók við City hefur liðið fjórum sinnum orðið enskur meistari, einu sinni bikarmeistari og fjórum sinnum deildabikarmeistari. Þá komst City í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrra.
Guardiola var áður við stjórnvölinn hjá Barcelona og Bayern München. Spánverjinn hefur alls unnið sjö landstitla á ferlinum og Meistaradeildina í tvígang.