Elanga kemur Ronaldo til varnar Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 11:00 Elanga tók upp hanskann fyrir Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svía. Vísir/Getty Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli. Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira