Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 12:31 Ítalir sjást hér fagna Evrópumeistaratitlinum á síðasta ári eftir að Saka mistókst að skora úr síðustu spyrnu Englendinga í vítaspyrnukeppninni. Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári. Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira