Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 12:31 Ítalir sjást hér fagna Evrópumeistaratitlinum á síðasta ári eftir að Saka mistókst að skora úr síðustu spyrnu Englendinga í vítaspyrnukeppninni. Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári. Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Sjá meira
Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Sjá meira