Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 09:02 Harry Kane sést hér bera „OneLove“ fyrirliðabandið í leik með enska landsliðinu. Getty/Nick Potts Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM Uppfært: Enska knattspyrnusambandið auk knattspyrnusambanda Belgíu, Danmerkur, Þýskalands, Hollands og Sviss hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þau ætla ekki að setja leikmenn sína í þá erfiðu stöðu að eiga á hættu að vera refsað fyrir að bera fyrirliðabönd til stuðnings fjölbreytileika. Því hafa fyrirliðarnir verið beðnir um að nota hefðbundin fyrirliðabönd, ekki þau litríku. Nánar hér. Forráðamenn FIFA hafa ítrekað það í aðdraganda heimsmeistaramótsins að það sé stranglega bannað að nota þessi fyrirliðabönd og fyrirliðarnir megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem þeir fá frá FIFA. Tomorrow, England captain Harry Kane plans to stand with the LGBTQ community by wearing a 'One Love' arm band even if FIFA prohibits it.Other captains joining Kane: France Germany Belgium Denmark Switzerland Wales The Netherlands pic.twitter.com/DJIsT1BR5u— Front Office Sports (@FOS) November 20, 2022 Alls ætluðu níu landslið að láta fyrirliða sinn leiða liðið með „OneLove“ fyrirliðaband en þar á meðal eru Þýskaland, Holland og Belgía. Öll sendu þau FIFA og UEFA bréf þar sem kom fram að fyrirliðarnir myndu mæta með bandið sem er svo hræðilegt í augum Katarbúa. Allir fyrirliðarnir ætla að gera það til að vekja athygli á misrétti, brotum á mannréttindum og skort á fjölbreytileika hjá gestgjöfum HM í ár í Katar. FIFA er hins á fullu í útréttingum fyrir yfirvöld í Katar. "We've made it clear as a team and staff that we want to wear the armband."Harry Kane confirms that England are intent on wearing the "one love" armband at the World Cup but still waiting on FIFA's decision pic.twitter.com/Ru3atldhyW— Football Daily (@footballdaily) November 20, 2022 Öll samböndin bjuggust við að fá sekt fyrir brot á banninu en núna hefur bæst við önnur hótun um að allir fyrirliðar með „OneLove“ fyrirliðabandið myndu fá gult spjald í upphafi leiks fyrir að bera það. Það er ljóst að fyrirliðarnir væru fljótir að koma sér í leikbann ef þeir byrja alla leiki á HM á því að fá gula spjaldið fyrir utan að spjald á næstu níutíu mínútum myndi auðvitað þýða rautt spjald. „Ég held að við höfum gert öllum ljóst að við sem lið, við sem starfslið og við sem samband viljum nota þetta fyrirliðaband. Ég veit að knattspyrnusambandið er að tala við FIFA þessa stundina og ég er viss um að við höfum ákvörðun fyrir leikinn á morgun. Það fer ekkert á milli mála að við viljum bera þetta fyrirliðaband,“ sagði Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn. FIFA has banned Harry Kane from wearing the One Love armband. There are concerns he could be booked as soon as the game kicks off if he goes ahead and wears it. © @TeleFootball pic.twitter.com/eKjVGgvICI— Football Tweet (@Football__Tweet) November 20, 2022 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Uppfært: Enska knattspyrnusambandið auk knattspyrnusambanda Belgíu, Danmerkur, Þýskalands, Hollands og Sviss hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þau ætla ekki að setja leikmenn sína í þá erfiðu stöðu að eiga á hættu að vera refsað fyrir að bera fyrirliðabönd til stuðnings fjölbreytileika. Því hafa fyrirliðarnir verið beðnir um að nota hefðbundin fyrirliðabönd, ekki þau litríku. Nánar hér. Forráðamenn FIFA hafa ítrekað það í aðdraganda heimsmeistaramótsins að það sé stranglega bannað að nota þessi fyrirliðabönd og fyrirliðarnir megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem þeir fá frá FIFA. Tomorrow, England captain Harry Kane plans to stand with the LGBTQ community by wearing a 'One Love' arm band even if FIFA prohibits it.Other captains joining Kane: France Germany Belgium Denmark Switzerland Wales The Netherlands pic.twitter.com/DJIsT1BR5u— Front Office Sports (@FOS) November 20, 2022 Alls ætluðu níu landslið að láta fyrirliða sinn leiða liðið með „OneLove“ fyrirliðaband en þar á meðal eru Þýskaland, Holland og Belgía. Öll sendu þau FIFA og UEFA bréf þar sem kom fram að fyrirliðarnir myndu mæta með bandið sem er svo hræðilegt í augum Katarbúa. Allir fyrirliðarnir ætla að gera það til að vekja athygli á misrétti, brotum á mannréttindum og skort á fjölbreytileika hjá gestgjöfum HM í ár í Katar. FIFA er hins á fullu í útréttingum fyrir yfirvöld í Katar. "We've made it clear as a team and staff that we want to wear the armband."Harry Kane confirms that England are intent on wearing the "one love" armband at the World Cup but still waiting on FIFA's decision pic.twitter.com/Ru3atldhyW— Football Daily (@footballdaily) November 20, 2022 Öll samböndin bjuggust við að fá sekt fyrir brot á banninu en núna hefur bæst við önnur hótun um að allir fyrirliðar með „OneLove“ fyrirliðabandið myndu fá gult spjald í upphafi leiks fyrir að bera það. Það er ljóst að fyrirliðarnir væru fljótir að koma sér í leikbann ef þeir byrja alla leiki á HM á því að fá gula spjaldið fyrir utan að spjald á næstu níutíu mínútum myndi auðvitað þýða rautt spjald. „Ég held að við höfum gert öllum ljóst að við sem lið, við sem starfslið og við sem samband viljum nota þetta fyrirliðaband. Ég veit að knattspyrnusambandið er að tala við FIFA þessa stundina og ég er viss um að við höfum ákvörðun fyrir leikinn á morgun. Það fer ekkert á milli mála að við viljum bera þetta fyrirliðaband,“ sagði Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn. FIFA has banned Harry Kane from wearing the One Love armband. There are concerns he could be booked as soon as the game kicks off if he goes ahead and wears it. © @TeleFootball pic.twitter.com/eKjVGgvICI— Football Tweet (@Football__Tweet) November 20, 2022
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira